27. júlí
Útlit
Jún – Júlí – Ágú | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
27. júlí er 208. dagur ársins (209. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 157 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1214 - Orrustan við Bouvines: Filippus 2. Frakkakonungur vann sigur á Jóhanni landlausa.
- 1215 - Líkamsleifar Karlamagnúsar voru fluttar í nýja skrautkistu í Dómkirkjunni í Aachen.
- 1380 - Henry Bolingbroke, síðar Hinrik 4. Englandskonungur, gekk að eiga Mary de Bohun.
- 1417 - Kirkjuþingið í Konstans setti mótpáfann Benedikt 13. af.
- 1605 - Fyrsta nýlenda Frakka í Nýja heiminum, Akadía, var stofnuð.
- 1627 - Jarðskjálfti eyddi bæina San Severo og Torremaggiore á Ítalíu.
- 1663 - Enska þingið samþykkti önnur sjóferðalögin sem bönnuðu öðrum en enskum skipum úr enskum höfnum siglingar með vistir til nýlendnanna í Nýja Englandi.
- 1694 - Englandsbanki var stofnaður til að afla lánsfjár fyrir stríðsreksturinn gegn Frökkum.
- 1699 - Hólmfastur Guðmundsson, hjáleigumaður á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd var húðstrýktur fyrir að selja kaupmanninum í Keflavík nokkra fiska en vegna einokunarverslunarinnar bar honum að versla aðeins við kaupmanninn í Hafnarfirði.
- 1896 - Tólf læknar og þrír læknanemar sóttu fyrsta læknafund á Íslandi, sem haldinn var í Reykjavík og stóð í fjóra daga.
- 1898 - Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi, sem Oddfellowreglan í Danmörku gaf Íslendingum, var vígður með viðhöfn. Hann var tekinn í notkun 1. október.
- 1903 - Fyrsta kvikmyndasýning í Reykjavík var í Iðnó, er tveir Norðmenn sýndu „lifandi myndir“, meðal annars frá dýragarði í London, ófriðnum í Suður-Afríku og krýningu Játvarðs konungs sjöunda.
- 1921 - Frederick Banting og Charles Best við Háskólann í Torontó einangruðu insúlín úr hundsbrisi og sýndu fram á virkni þess.
- 1929 - Jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga sem var 6,3 stig á Richter. Jarðskjálftin varð í Brennisteinsfjöllum, en fannst í Reykjavík, einkum í miðbænum. Fregnir um hann voru mjög orðum auknar, einkum í erlendum blöðum.
- 1943 - Pietro Badoglio bannaði Ítalska fasistaflokkinn.
- 1953 - Kóreustríðinu lauk með vopnahléi.
- 1955 - Stærsta síld sem vitað er um veiddist á Sléttugrunni, 46,3 sentimetrar á lengd, 710 grömm á þyngd. Síldin var alíslensk og talin tíu ára.
- 1970 - Mardøla-aðgerðin: Norskir umhverfissinnar hófu að reisa tjaldbúðir á fyrirætluðu byggingarsvæði Mardøla-stíflunnar.
- 1976 - Fyrsta tilfelli ebólaveiki kom upp í Súdan.
- 1976 - Gestir á ráðstefnu samtaka uppgjafarhermanna, American Legion, í The Bellevue Stratford Hotel í Philadelphia, Pennsylvaníu, fengu einkenni lungnabólgu sem var síðar kölluð hermannaveiki.
- 1983 - Fyrsta breiðskífa söngkonunnar Madonnu, Madonna, kom út.
- 1986 - Bandaríkjamaðurinn Greg LeMond sigraði Tour de France-hjólreiðakeppnina.
- 1987 - Ísafjarðarkirkja stórskemmdist í bruna. Kirkjan var bárujárnsklætt timburhús og var vígð árið 1863.
- 1989 - Chamoy Thipyaso og vitorðsmenn hennar voru dæmd til lengstu fangelsisvistar sem þekkst hafði í heiminum fram að því, eða í 141.078 ár.
- 1990 - Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1990 - Múslimasamtökin Jamaat al Muslimeen gerðu misheppnaða tilraun til valdaráns á Trínidad og Tóbagó.
- 1990 - Framleiðslu Citroën 2CV var hætt. Þá höfðu 3.868.631 slíkir bílar verið framleiddir frá 1948.
- 1993 - Fyrsta útgáfa Windows NT kom út.
- 1993 - Blóðbaðið í Via Palestro: 5 létust og 12 slösuðust þegar bílasprengja á vegum sikileysku mafíunnar sprakk í Róm.
- 1996 - Einn lést og 111 særðust þegar sprengja sprakk í Centennial Olympic Park í Atlanta í Bandaríkjunum.
- 1997 - 17.000 manns þurftu að flýja heimili sín í Słubice í Póllandi þegar áin Oder rauf flóðvarnargarða.
- 1999 - 21 fórst í gljúfurferðaslysi við Interlaken í Sviss.
- 2010 - Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust.
- 2011 - Stjórnlagaþing skilaði tillögu að nýrri stjórnarskrá Íslands.
- 2012 - Sumarólympíuleikarnir 2012 voru settir í London.
- 2018 - Lengsti tunglmyrkvi 21. aldar átti sér stað.
- 2021 - Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð var stofnaður á Íslandi.
- 2022 - Ellefu létust þegar jarðskjálfti að stærð 7,0 gekk yfir Luzon á Filippseyjum.
Fædd
- 1452 - Ludovico Sforza hertogi af Mílanó (d. 1508).
- 1667 - Johann Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1748).
- 1768 - Charlotte Corday, frönsk kona sem myrti Jean-Paul Marat og var tekin af lífi (d. 1793).
- 1824 - Alexandre Dumas yngri, franskur rithöfundur (d. 1895).
- 1835 - Giosuè Carducci, ítalskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1907).
- 1870 - Guðbjörg Þorleifsdóttir, íslensk húsfreyja (d. 1958).
- 1891 - Haraldur Björnsson, íslenskur leikari (d. 1967).
- 1891 - Thórstína Jackson Walters, bandarískur rithöfundur (d. 1959).
- 1900 - Knútur Danaprins, krónprins í Danmörku um tíma (d. 1976).
- 1907 - Gregory Vlastos, tyrkneskur heimspekingur (d. 1991).
- 1929 - Jean Baudrillard, franskur heimspekingur (d. 2007).
- 1939 - William Eggleston, bandarískur ljósmyndari.
- 1951 - Kazuo Saito, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Robert Biswas-Diener, bandarískur sálfræðingur.
- 1974 - Ragnheiður Elín Gunnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 1984 - Iekeliene Stange, hollensk fyrirsæta.
- 1993 - Jordan Spieth, bandarískur kylfingur.
- 1999 - Ezekiel Carl, íslenskur rappari.
Dáin
- 432 - Selestínus 1. páfi.
- 1206 - Gissur Hallsson, goðorðsmaður í Haukadal (f. um 1125).
- 1276 - Jakob 1., konungur Aragóníu frá 1213 (f. 1208).
- 1365 - Rúdolf 4., hertogi af Austurríki (f. 1339).
- 1564 - Ferdínand 1., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1503).
- 1873 - Fjodor Tuttsjev, rússneskt ljóðskáld (f. 1803).
- 1924 - Muggur (Guðmundur Thorsteinsson), íslenskur myndlistarmaður (f. 1891).
- 1946 - Gertrude Stein, bandarískur rithöfundur (f. 1874).
- 1970 - Antonio Oliveira de Salazar, einræðisherra Portúgals (f. 1889).
- 1980 - Mohammed Reza Pahlavi, Íranskeisari (f. 1919).
- 1998 - Gísli Halldórsson, íslenskur leikari (f. 1927).
- 1999 - Brandur Brynjólfsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1916).
- 2003 - Bob Hope, bandarískur leikari (f. 1903).
- 2013 - Jóhannes Jónsson, íslenskur verslunarmaður og fjárfestir (f. 1940).