28. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
28. júní er 179. dagur ársins (180. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 186 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1119 - Krossfarar biðu ósigur í Blóðvallarbardaga utan við Antíokkíu.
- 1243 - Sinibaldo Fieschi varð Innósentíus 4. páfi.
- 1514 - Borgin Santiago de Cuba var stofnuð af spænska landvinningamanninum Diego Velázquez de Cuéllar.
- 1519 - Karl 1. Spánarkonungur var krýndur keisari hins Heilaga rómverska ríkis sem Karl 5.
- 1541 - Ný kirkjuskipun var samþykkt í Skálholtsbiskupsdæmi og hófust siðaskiptin á Íslandi formlega með því.
- 1633 - Svíar sigruðu keisaraherinn í orrustunni við Oldendorf.
- 1651 - Orrustan við Beresteczko, milli Pólverja og Úkraínumanna, hófst.
- 1672 - Vilhjálmur 3. af Óraníu var gerður að landstjóra í Hollandi, Sjálandi og Utrecht.
- 1675 - Brandenborgarar sigruðu Svía í orrustunni við Fehrbellin.
- 1762 - Katrín mikla tók við keisaratign í Rússlandi eftir lát eiginmanns síns Péturs 3.
- 1840 - Hátíðahöld í Reykjavík í tilefni af krýningu Kristjáns 8. Danakonungs og drottningar hans.
- 1863 - Fyrsta Akureyrarkirkjan var vígð.
- 1867 - Grímur Thomsen, skáld og alþingismaður, keypti Bessastaði og bjó þar síðan. Hann var fæddur þar og upp alinn.
- 1904 - Danska farþegaskipið Norge sigldi á sker við Rockall og fórst. 635 drukknuðu, þar á meðal 225 norskir útflytjendur.
- 1908 - Stjórnmálafundur haldinn við Lagarfljótsbrú út af sambandslaga „uppkastinu“. http://www.timarit.is/?issueID=419122&pageSelected=2&lang=0
- 1912 - Fyrsti leikurinn í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu var haldinn. KR keppti á móti Fram á Íþróttavellinum við Melana og fór leikurinn 1-1.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin hófst þegar Frans Ferdinand erkihertogi var myrtur í Sarajevó.
- 1919 - Versalasamningurinn, friðarsamningur eftir fyrri heimsstyrjöld, var gerður í París.
- 1930 - Alþingishátíðinni á Þingvöllum var slitið.
- 1941 - Hestamenn fjölmenntu til Þingvalla. Þetta varð upphaf að landsmótum hestamanna.
- 1947 - Landbúnaðarsýning var haldin í Reykjavík og sáu hana yfir 60.000 manns eða hátt í helmingur landsmanna, sem þá voru rúmlega 130.000.
- 1953 - Alþingiskosningar 1953 voru haldnar
- 1959 - Fyrri Alþingiskosningarnar þetta ár voru haldnar, þær síðustu samkvæmt eldri kjördæmaskipan.
- 1959 - María Andrésdóttir í Stykkishólmi neytti kosningaréttar síns, þá 100 ára. Hún náði 106 ára aldri.
- 1970 - Bandaríkjaher hvarf frá Kambódíu.
- 1973 - Aðalfundir Flugfélags Íslands og Loftleiða samþykktu báðir að félögin skyldu sameinuð. Stofnfundur Flugleiða var haldinn 20. júlí.
- 1981 - Giovanni Spadolini varð forsætisráðherra Ítalíu í fyrsta sinn.
- 1981 - Muhammed Beheshti og sjötíu aðrir meðlimir í Íranska lýðveldisflokknum voru myrtir í sprengjuárás.
- 1985 - Verðbréfaþing Íslands var stofnað.
- 1987 - Íraskar sprengjuflugvélar vörpuðu sinnepsgassprengjum á íranska bæinn Sardasht.
- 1988 - Jóhannes Páll 2. gaf út páfatilskipunina Pastor Bonus („góði hirðirinn“) með breytingum á páfaráði og stjórnsýslu kirkjunnar.
- 1991 - Sovéska efnahagsbandalagið COMECON var formlega leyst upp.
- 1992 - Junko Tabei náði á tind Puncak Jaya og varð þar með fyrsta konan til að klífa alla Tindana sjö.
- 1994 - Meðlimir Aum Shinrikyo-safnaðarins í Japan gerðu sína fyrstu saríngasárás í Matsumoto í Nagano.
- 1995 - Alþingi samþykkti endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar í samræmi við ákvörðun hátíðarfundar þingsins á Þingvöllum 17. júní árið áður. Meðal annars var skýrar kveðið á um félagafrelsi til að tryggja rétt manna til að standa utan félaga og tjáningarfrelsi kom í stað prentfrelsis áður.
- 1996 - Stjórnarskrá Úkraínu varð að lögum.
- 1997 - Mike Tyson beit eyrað af Evander Holyfield í keppni um meistaratitil í hnefaleikum.
- 2008 - Síðasta ítalska líran var prentuð.
- 2001 - Stjórn Serbíu og Svartfjallalands framseldi Slobodan Milošević til Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrverandi Júgóslavíu.
- 2004 - Bráðabirgðastjórn Íraks tók við völdum frá hernámsliðinu.
- 2005 - Þrír hermenn úr sérsveit Bandaríkjaflota, 16 bandarískir sérsveitarmenn og óþekktur fjöldi Talíbana létust í misheppnaðri hernaðaraðgerð, Red Wings-aðgerðinni, í Kunarhéraði í Afganistan.
- 2005 - Google setti forritið Google Earth á markað.
- 2006 - Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12 ára, bjargaði ófleygum erni úr Kirkjufellslóni við Grundarfjörð. Örninn hafði lent í grút og misst stélfjaðrirnar. Hann var fluttur í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem hann fékk nafnið Sigurörn.
- 2006 - Sumarregnsaðgerðin: Ísraelsher réðist inn á Gasaströndina til að svara fyrir eldflaugaárásir Hamas á ísraelsk landsvæði.
- 2006 - Bandaríkjaher flutti síðustu hermenn sína frá Keflavíkurstöðinni og leysti upp Varnarlið Íslands.
- 2007 - Hitabylgjan í Evrópu 2007: 11 létust í verstu hitabylgju Grikklands í heila öld.
- 2009 - Manuel Zelaya, forseta Hondúras, var steypt af stóli í herforingjabyltingu.
- 2011 - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að nautgripapest hefði verið útrýmt.
- 2011 - Christine Lagarde var skipuð nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 2011 - Samfélagsmiðillinn Google+ hóf göngu sína.
- 2014 - Skotárásarinnar í Sarajevó 1914 var minnst víða um heim.
- 2016 - Menn á vegum Íslamska ríkisins gerðu hryðjuverkaárás á Atatürk-flugvöll í Istanbúl með þeim afleiðingum að 45 létust.
- 2020 – Fjöldi smita vegna COVID-19 komst yfir 10 milljónir á heimsvísu. Á sama tíma fór fjöldi látinna yfir 500.000.
- 2021 - Stríðið í Tígraí: Varnarlið Tigraí hertók höfuðborg héraðsins Mekelle skömmu eftir að stjórnarher Eþíópíu hafði lýst yfir vopnahléi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1170 - Valdimar sigursæli Danakonungur (d. 1241).
- 1476 - Gian Pietro Carafa (Páll 4.) páfi (d. 1559).
- 1491 - Hinrik 8. Englandskonungur (d. 1547)
- 1577 - Peter Paul Rubens, flæmskur listmálari (d. 1640).
- 1703 - John Wesley, enskur stofnandi meþódistakirkjunnar (d. 1791).
- 1712 - Jean-Jacques Rousseau, franskur heimspekingur (d. 1778).
- 1796 - Karólína Amalía af Augustenborg, drottning Danmerkur, kona Kristjáns 8. (d. 1881).
- 1847 - Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrsta tónskáld Íslendinga. Sveinbjörn fæddist í Nesi á Seltjarnarnesi (d. 1927).
- 1867 - Luigi Pirandello, ítalskt leikskáld (d. 1936).
- 1876 - Robert Guérin, franskur forseti FIFA (d. 1956).
- 1883 - Pierre Laval, franskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Vichy-stjórnarinnar í Frakklandi (d. 1945).
- 1903 - André Maschinoti, franskur knattspyrnumaður.(d. 1963).
- 1906 - Maria Goeppert-Mayer, þýsk-bandarískur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1972).
- 1926 - Mel Brooks, bandarískur leikstjóri.
- 1930 - Itamar Franco, forseti Brasilíu (d. 2011).
- 1932 - Pat Morita, kanadískur leikari af japönskum ættum (d. 2005).
- 1940 - Muhammad Yunus, bangladesskur hagfræðingur og bankamaður.
- 1941 - Hisao Kami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1943 - Klaus von Klitzing, þýskur eðlisfræðingur, Nóbelsverðlaunahafi.
- 1948 - Kathy Bates, bandarísk leikkona.
- 1951 - Kazumi Takada, japanskur knattspyrnumaður (d. 2009).
- 1966 - John Cusack, bandarískur leikari.
- 1969 - Katla María, íslensk söngkona.
- 1971 - Fabien Barthez, franskur knattspyrnumaður.
- 1971 - Elon Musk, bandarískur frumkvöðull.
- 1979 - Felicia Day, bandarísk leikkona.
- 1991 - Jóhanna María Sigmundsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 548 - Theódóra, keisaraynja í Býsans.
- 767 - Páll 1. páfi.
- 1189 - Matthildur hertogaynja af Saxlandi (f. 1156).
- 1385 - Andronikos 4. Palaiologos, meðkeisari í Býsansríkinu.
- 1598 - Abraham Ortelius, flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (f. 1527).
- 1655 - Björn Jónsson lögréttumaður á Skarðsá (f. 1574).
- 1829 - Rasmus Nyerup, danskur sagnfræðingur (f. 1759).
- 1836 – James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna (f. 1751).
- 1914 - Frans Ferdinand erkihertogi, myrtur í Sarajevó (f. 1863).
- 1914 - Soffía af Hohenberg, hertogaynja, myrt í Sarajevó (f. 1868).
- 1945 - Ágúst Jónsson, íslenskt skáld (f. 1868).
- 1992 – Mikhail Tal, litháískur skákmaður (f. 1936).
- 2009 - Billy Mays, bandarískur leikari (f. 1958).
- 2010 - Robert Byrd, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1917).