13. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
13. nóvember er 317. dagur ársins (318. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 48 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 684 - Tenmu Japanskeisari kom á átta stétta kerfi (kabane).
- 1002 - Aðalráður ráðlausi gaf skipun um að drepa alla norræna menn í Englandi.
- 1035 - Haraldur hérafótur var gerður að landstjóra í Englandi eftir lát föður hans Knúts mikla.
- 1312 - Klemens 5. páfi leysti upp reglu Musterisriddara og lagði hana niður.
- 1441 - Kristófer af Bæjaralandi var hylltur sem konungur Svíþjóðar.
- 1553 - Lafði Jane Grey var dæmd til dauða fyrir landráð ásamt eiginmanni sínum.
- 1618 - Kirkjuþingið í Dort hélt sinn fyrsta fund.
- 1630 - Svíar sigruðu her keisarans í orrustunni við Falkenberg.
- 1642 - Enska borgarastyrjöldin: Konungssinnar hörfuðu undan þinghernum í orrustunni við Turnham Green og mistókst að taka London.
- 1742 - Konunglega danska vísindafélagið var stofnað.
- 1939 - Þýsku flutningaskipi, Parana, var sökkt út af Patreksfirði og var áhöfnin tekin til fanga af breska herskipinu Newcastle. Þetta var fyrsta þýska skipið sem var sökkt við Ísland í seinni heimsstyrjöldinni.
- 1940 - Bandaríska teiknimyndin Fantasía var frumsýnd.
- 1946 - Í Vestmannaeyjum var flugvöllur tekinn formlega í notkun.
- 1961 - Kleppjárnsreykjaskóli var stofnaður.
- 1970 - Hafez al-Assad rændi völdum í Sýrlandi.
- 1973 - Alþingi samþykkti formlega samning við Bretland um lausn landhelgisdeilunnar vegna útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur.
- 1982 - Vietnam Veterans Memorial var vígt í Washington-borg.
- 1984 - Golfklúbburinn Mostri var stofnaður í Stykkishólmi.
- 1985 - Grandi hf. var stofnaður með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
- 1985 - Armeroharmleikurinn: Bærinn Armero í Kólumbíu grófst í eldskýi eftir eldgos í Nevado del Ruiz. Yfir 20.000 manns létu lífið.
- 1990 - Fyrsta vefsíðan leit dagsins ljós.
- 1990 - Aramoana-blóðbaðið: David Gray drap 13 manns við Aramoana á Nýja-Sjálandi.
- 1991 - Bandaríska teiknimyndin Fríða og dýrið var frumsýnd.
- 1992 - Alþjóðaveðurfræðistofnunin sagði frá fordæmislausri eyðingu ósónlagsins við bæði heimskautin.
- 1992 - Riddick Bowe varð þungavigtarmeistari í hnefaleikum með sigri á Evander Holyfield.
- 1994 - Svíar kusu að ganga í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1994 - Michael Schumacher vann sinn fyrsta titil í Formúlu 1-kappakstri.
- 2001 - Doha-viðræðurnar á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar hófust.
- 2004 - Lög voru sett á verkfall grunnskólakennara sem staðið hafði í 2 mánuði.
- 2004 - Geimkönnunarfarið SMART-1 frá Geimferðastofnun Evrópu fór á braut um Tunglið.
- 2010 - Aung San Suu Kyi var sleppt úr stofufangelsi í Mjanmar.
- 2013 - Nýr turn á lóð Tvíburaturnanna í New York var vígður með viðhöfn. Hann er fyrsta nýbyggingin sem opnuð er á svæðinu. Turninn er 72 hæðir og 297,7 metrar á hæð.
- 2015 - Hryðjuverkaárásirnar í París nóvember 2015: 130 létust og hundruð særðust í hrinu hryðjuverkaárása sem Íslamska ríkið stóð fyrir í París og Saint-Denis.
- 2021 - 197 lönd undirrituðu Glasgow-loftslagssamninginn.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 354 - Ágústínus, heimspekingur frá Norður-Afríku (d. 430).
- 1312 - Játvarður 3., Englandskonungur (d. 1377).
- 1663 - Árni Magnússon, íslenskur handritasafnari (d. 1730).
- 1761 - John Moore, breskur herforingi (d. 1809).
- 1762 - Benedikt Gröndal eldri, lögmaður sunnan og austan og landsyfirréttardómari (d. 1825).
- 1782 - Esaias Tegnér, sænskur rithöfundur (d. 1846).
- 1806 - Emilia Plater, uppreisnarkona frá Vilnius (d. 1831).
- 1812 - Páll Melsteð, íslenskur sagnfræðingur (d. 1910).
- 1850 - Robert Louis Stevenson, skoskur rithöfundur (d. 1894).
- 1899 - Huang Xianfan, kínverskur mannfræðingur (d. 1982).
- 1906 - Eysteinn Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður og ráðherra (d. 1993).
- 1913 - Lon Nol, hershöfðingi í Kambódíu (d. 1985).
- 1932 - Steinn Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1934 - Garry Marshall, bandarískur leikari.
- 1940 - Saul Kripke, bandarískur heimspekingur.
- 1947 - Joe Mantegna, bandarískur leikari.
- 1952 - Jógvan á Lakjuni, færeyskur stjórnmálamaður.
- 1954 - Andrés Manuel López Obrador, mexíkóskur stjórnmálamaður.
- 1955 - Whoopi Goldberg, bandarísk leikkona.
- 1956 - Rex Linn, bandarískur leikari.
- 1956 - Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup.
- 1960 - Neil Flynn, bandarískur leikari.
- 1962 - Guðmundur B. Ólafsson, íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi formaður.
- 1965 - Željko Petrović, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Jimmy Kimmel, bandarískur sjónvarpsmaður og gamanleikari
- 1968 - Shinichiro Tani, japanskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Gerard Butler, skoskur leikari.
- 1980 - Sverrir Bergmann Magnússon, íslenskur söngvari og fjölmiðlamaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 565 - Justinianus 1. austrómverskur keisari (f. 483).
- 867 - Nikulás 1. páfi.
- 1319 - Eiríkur menved, Danakonungur (f. 1274).
- 1359 – Ívan 2. af Rússlandi, stórhertogi af Moskvu (f. 1326).
- 1460 - Hinrik sæfari, prins af Portúgal (f. 1394).
- 1606 - Girolamo Mercuriali, ítalskur læknir (f. 1530).
- 1619 - Ludovico Carracci, ítalskur listmálari (f. 1555).
- 1810 - Marie Josephine af Savoy, kona Loðvíks 18., síðar Frakkakonungs (f. 1756).
- 1863 - Þuríður Einarsdóttir (Þuríður formaður), íslensk sjókona (f. 1777).
- 1868 - Gioachino Rossini, ítalskt tónskáld (f. 1792).
- 1974 - Vittorio De Sica, ítalskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1901 eða 1902).
- 1974 - Karen Silkwood, bandarískur efnafræðingur (f. 1946).
- 1991 - Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari (f. 1904).