21. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
21. september er 264. dagur ársins (265. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 101 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1305 - Loðvík af Navarra gekk að eiga Margréti af Búrgund.
- 1322 - Karl 4. giftist Maríu af Lúxemborg.
- 1435 - Arras-sáttmálinn var gerður á milli Karls 7. Frakkakonungs og Filippusar góða Búrgundarhertoga var undirritaður. Þar með lauk bandalagi Búrgundarmanna og Englendinga gegn Frakkakonungi.
- 1599 - Leikritið Júlíus Sesar eftir William Shakespeare var frumsýnt í Globe-leikhúsinu í London, sem var reist þetta sama ár.
- 1608 - Háskólinn í Oviedo var stofnaður.
- 1610 - Pólskur her lagði Moskvu undir sig og hélt borginni næstu tvö árin.
- 1615 - Nokkur spænsk hvalveiðiskip brotnuðu í óveðri við Strandir. Hópur skipbrotsmanna var drepinn í Spánverjavígunum síðar um haustið.
- 1676 - Benedetto Odescalchi varð Innósentíus 11. páfi.
- 1919 - Reykjanesviti skemmdist allnokkuð í jarðskjálfta.
- 1931 - Verslunarkeðjan Standa var stofnuð í Mílanó.
- 1936 - Franska herskipið L'Audacieux kom til Reykjavíkur og köfuðu menn á þess vegum niður að flaki Pourquoi-pas?, sem lá á níu metra dýpi við skerið Hnokka innst í Faxaflóa.
- 1937 - Skáldsagan Hobbitinn eftir J. R. R. Tolkien var fyrst gefin út í Bretlandi.
- 1938 - Edvard Beneš, forseti Tékklands, fékk þau skilaboð frá Bretum og Frökkum að þeir myndu ekki reyna með vopnavaldi að hindra Hitler í að innlima Súdetaland.
- 1957 - Ólafur varð Noregskonungur við andlát föður síns Hákons 7.
- 1963 - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, var sæmdur æðstu orðu Breta, sem erlendir menn geta fengið, fyrir framgöngu sína við björgun breskra sjómanna.
- 1964 - Malta fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1971 - Pakistan lýsti yfir neyðarástandi.
- 1972 - Ferdinand Marcos lýsti yfir gildistöku herlaga á Filippseyjum.
- 1976 - Fyrsta „alþjóðlega pönkhátíðin“ var haldin á 100 Club í London.
- 1982 - Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn í fyrsta sinn.
- 1981 - Belís fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1985 - Í Þjóðleikhúsinu var flutt óperan Grímudansleikur eftir Verdi. Kristján Jóhannsson söng aðalhlutverkið.
- 1989 - Universidade do Estado de Minas Gerais var stofnaður í Brasilíu.
- 1989 - Tónleikahúsið Olavshallen var vígt í Þrándheimi.
- 1991 - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1997 - Íslamski hjálpræðisherinn lýsti einhliða yfir vopnahléi í Alsír.
- 1998 - Listaháskóli Íslands var stofnaður.
- 1998 - Bandarísku sjónvarpsþættirnir The King of Queens hófu göngu sína á NBC.
- 1999 - 2.400 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Taívan.
- 2001 - Góðgerðatónleikarnir America: A Tribute to Heroes voru sendir út af 35 sjónvarpsstöðvum.
- 2004 - Bygging hæsta turns heims, Burj Khalifa, hófst.
- 2007 - Bandaríska kvikmyndin Into the Wild var frumsýnd.
- 2011 - Troy Davis var tekinn af lífi í Bandaríkjunum fyrir morð á lögreglumanni þrátt fyrir alþjóðleg mótmæli.
- 2012 - Íslenska kvikmyndin Djúpið var frumsýnd.
- 2013 - Hryðjuverkamenn á vegum al-Shabaab frá Sómalíu gerðu árás á Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenýa og myrtu fólk í tugatali.
- 2016 - Bátsmannsbúð við Konungslega listaháskólann í Stokkhólmi skemmdist í bruna sem stóð í sólarhring.
- 2020 - Microsoft keypti tölvuleikjafyrirtækið ZeniMax Media fyrir 7,5 milljarða dala.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1164 - Sancha af Kastilíu, drottning Aragóníu, kona Alfons 2. (d. 1208).
- 1371 - Friðrik 1., kjörfursti af Brandenborg (d. 1440).
- 1411 - Ríkharður hertogi af York (d. 1460).
- 1415 - Friðrik 3., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1493).
- 1806 - Kristján Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1882).
- 1842 - Abdúl Hamid 2., Tyrkjasoldán (d. 1918).
- 1847 - Hugo Gering, þýskur miðaldafræðingur (d. 1925).
- 1866 - H. G. Wells, breskur rithöfundur (d. 1946).
- 1874 - Gustav Holst, breskt tónskáld (d. 1934).
- 1902 - Luis Cernuda, spænskt ljóðskáld (d. 1963).
- 1902 - E. E. Evans-Pritchard, breskur mannfræðingur (d. 1973).
- 1904 - Þorsteinn Ö. Stephensen, íslenskur leikari (d. 1991).
- 1909 - Kwame Nkrumah, ganískur stjórnmálamaður (d. 1972).
- 1912 - Rihei Sano, japanskur knattspyrnumaður (d. 1992).
- 1914 - Akira Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður (d. 1943).
- 1929 - Bernard Williams, breskur heimspekingur (d. 2003).
- 1931 - Larry Hagman, bandariskur leikari (d. 2012).
- 1934 - Leonard Cohen, kanadískur söngvari, lagasmiður og rithöfundur (d. 2016).
- 1938 - Atli Heimir Sveinsson, íslenskt tónskáld (d. 2019).
- 1939 - Helga Kress, íslenskur bókmenntafræðingur.
- 1945 - Bjarni Tryggvason, kanadískur geimfari.
- 1945 - Jerry Bruckheimer, bandarískur kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðandi.
- 1946 - Moritz Leuenberger, svissneskur stjórnmálamaður.
- 1947 - Stephen King, bandarískur rithöfundur.
- 1947 - Rói Patursson, færeyskur rithöfundur.
- 1950 - Bill Murray, bandarískur leikari.
- 1953 - Rúnar Þór, íslenskur tónlistarmaður.
- 1954 - Shinzō Abe, forsætisráðherra Japans (d. 2022).
- 1956 - Jón Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Kevin Rudd, ástralskur stjórnmálamadur.
- 1962 - Rob Morrow, bandarískur leikari.
- 1965 - David Wenham, ástralskur leikari.
- 1968 - Anto Drobnjak, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 1970 - Rob Benedict, bandarískur leikari.
- 1972 - Liam Gallagher, breskur söngvari (Oasis).
- 1982 - Jón Arnór Stefánsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1983 - Maggie Grace, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 687 - Conon páfi.
- 1327 - Játvarður 2. Englandskonungur (f. 1284).
- 1452 - Girolamo Savonarola, ítalskur munkur og umbótamaður í Flórens, brenndur á báli, (d. 1498).
- 1506 - Filippus 1., konungur Spánar.
- 1517 - Dyveke, ástkona Kristjáns 2. Danakonungs.
- 1558 - Karl 5. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1500).
- 1576 - Girolamo Cardano, ítalskur eðlis- og stærðfræðingur (f. 1501).
- 1607 - Alessandro Allori, ítalskur listamaður (f. 1535).
- 1832 - Walter Scott, skoskur rithöfundur (f. 1771).
- 1860 - Arthur Schopenhauer, þýskur heimspekingur (f. 1788).
- 1957 - Hákon 7. Noregskonungur (f. 1872).
- 1974 - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (f. 1886).
- 1979 - Mikines, færeyskur listamaður (f. 1906).
- 2012 - Sven Hassel, danskur rithöfundur (f. 1917).