1872
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1872 (MDCCCLXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 4. maí - Stjórnskipunin Hreppstjórainstrúxið var lögð niður.
- 29. nóvember - Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar Eymundsson opnaði í Austurstræti.
- Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var reist.
- Gerðaskóli í Garði var stofnaður.
- Suðuramt og Vesturamt voru á ný sameinuð í Suður- og Vesturamt.
- Landshöfðingjaembættið var stofnað.
Fædd
- 9. janúar - Gunnþórunn Halldórsdóttir, leikkona.
- 31. mars - Helgi Pjeturss, jarðfræðingur og dulvísindamaður.
- 1. júlí - Matthías Þórðarson, útgerðarmaður.
- 30. október - Marteinn Meulenberg, fyrsti kaþólski biskup Íslands eftir siðaskiptin.
- Oddur Vigfús Sigurðsson, athafnamaður og hugvitsmaður.
Dáin
- 14. apríl - Ólafur Magnússon Stephensen, lögfræðingur sem var dómsmálaritari við Landsyfirrétt.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 20. janúar - Metropolitan-listasafnið opnaði í New York.
- 20. febrúar - Yellowstone-þjóðgarðurinn, fyrsti þjóðgarður heims, var stofnaður.
- 21. apríl - Þriðja Karlistastríðið hófst á Norður-Spáni.
- 15. maí - Stríði Nýja Sjálands við Maóra lauk.
- 18. september - Óskar 2. Svíakonungur varð konungur Svíjóðar og Noregs eftir að bróðir hans, Karl, lést.
- 5. nóvember - Ulysses S. Grant sigraði Horace Greeley í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
- 9. nóvember - Eldsvoði í Boston eyðilagði 776 byggingar.
- 30. nóvember - Englendingar og Skotar gera markalaust jafntefli í fyrsta knattspyrnulandsleik sögunnar viðurkenndum af FIFA.
- Skosku knattspyrnuliðin Rangers FC, Clydesdale F.C., Dumbarton F.C.
og Vale of Leven F.C. voru stofnuð.
Fædd
- 7. mars - Piet Mondrian, hollenskur listmálari (d. 1944).
- 31. mars - Aleksandra Kollontaj, rússnesk byltingarkona (d. 1952).
- 9. apríl - Léon Blum, forsætisráðherra Frakklands (d. 1950).
- 3. maí - Símun av Skarði, færeyskt skáld, stjórnmálamaður og kennari.
- 18. maí - Bertrand Russell, breskur heimspekingur, stærðfræðingur, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1970).
- 4. júlí - Calvin Coolidge, forseti Bandaríkjanna (d. 1933).
- 16. júlí - Roald Amundsen, norskur landkönnuður (d. 1928).
- 3. ágúst - Hákon 7. Noregskonungur (d. 1957).
- 6. október - Carl Gustaf Ekman, forsætisráðherra Svíþjóðar (d. 1945).
- 11. október - Carl William Hansen, danskur rithöfundur og dulhyggjumaður (d. 1936).
- 15. október - Edith Wilson, bandarísk forsetafrú (d. 1961).
- 26. desember - Norman Angell, breskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1967).
Dáin
- 6. maí - George Robert Gray, enskur dýrafræðingur (f. 1808).
- 18. júlí - Benito Juárez, forseti Mexíkó (f. 1806).
- 2. september - Nikolai Frederik Severin Grundtvig, danskur kennari, rithöfundur, skáld, heimspekingur, sagnfræðingur, prestur og stjórnmálamaður (f. 1783).
- 13. september - Ludwig Andreas Feuerbach, þýskur heimspekingur (f. 1804).
- 18. september - Karl 15. Svíakonungur (f. 1826).
- 24. desember - William John Macquorn Rankine, skoskur verkfræðingur og eðlisfræðingur (f. 1820).