11. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
11. maí er 131. dagur ársins (132. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 234 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1310 - 54 musterisriddarar voru brenndir á báli í Frakklandi fyrir villutrú.
- 1610 - Enski landkönnuðurinn Henry Hudson kom til Íslands í síðustu ferð sinni til Ameríku.
- 1661 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti sór eið um hreinlífi sitt. Sonur hennar, Halldór Daðason, fæddist 40 vikum síðar.
- 1678 - Franski flotaforinginn Jean 2. d'Estrées sigldi öllum flota sínum, sautján skipum, í strand á kóralrifi við Curaçao.
- 1682 - Streltsíuppreisnin hófst í Moskvu.
- 1721 - Kötlugos hófst með jarðskjálfta og miklum drunum, sem heyrðust allt norður í Eyjafjörð. Gosmökkurinn sást víða að.
- 1777 - Hannes Finnsson var vígður Skálholtsbiskup 38 ára að aldri. Hann gegndi biskupsembætti til æviloka.
- 1812 - Spencer Perceval, forsætisráðherra Bretlands, var myrtur af John Bellingham í anddyri Breska þingshússins.
- 1911 - Knattspyrnufélagið Valur í Reykjavík var stofnað af fjórtán strákum í KFUM.
- 1912 - Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn var stofnað.
- 1930 - Skógræktarfélag Eyfirðinga var stofnað og hét þá Skógræktarfélag Íslands.
- 1936 - Knattspyrnufélagið Víðir var stofnað í Garði.
- 1946 - Slysavarnafélag Íslands tók í notkun nýja björgunarstöð í Örfirisey í Reykjavík. Mikill mannfjöldi var viðstaddur vígslu hennar.
- 1949 - Nafni landsins Síam var breytt í Taíland í annað sinn.
- 1949 - Leikrit Shakespeares, Hamlet Danaprins, var frumflutt í Iðnó og lék Lárus Pálsson Hamlet.
- 1955 - Kópavogur varð kaupstaður, en hafði sjö árum áður orðið hreppur við aðskilnað frá Seltjarnarneshreppi.
- 1960 - Ísraelskir leyniþjónustumenn handtóku þýska nasistaforingjann Adolf Eichmann í Buenos Aires í Argentínu.
- 1975 - Um 75.000 manns fögnuðu lokum Víetnamstríðsins í Central Park í New York-borg.
- 1984 - Jörðin var í beinni línu milli sólarinnar og Mars. Því var hægt að fylgjast með skugga jarðarinnar færast yfir yfirborð Mars. Næst gerist þetta 10. nóvember 2084.
- 1985 - Mafíunefndarréttarhöldin: FBI lagði fram ákærur á hendur meintum forystumönnum fimm mafíufjölskyldna í New York.
- 1985 - 56 létust þegar viðarstúka brann á Valley Parade-leikvanginum í Bradford á Englandi.
- 1987 - Klaus Barbie fór fyrir rétt í Lyon sakaður um stríðsglæpi.
- 1989 - Bandaríkin sendu 1900 hermenn til Panama til að vernda bandaríska ríkisborgara.
- 1995 - Yfir 170 lönd samþykktu ótakmarkaða framlengingu Samnings um að dreifa ekki kjarnavopnum.
- 1996 - ValuJet flug 592 hrapaði í Everglades í Flórída. Allir 110 um borð fórust.
- 1997 - Ofurtölvan Deep Blue sigraði Garrí Kasparov í skák með 3½ vinningi gegn 2½.
- 1998 - Indverjar framkvæmdu þrjár kjarnorkutilraunir neðanjarðar. Í einni þeirra sprengdu þeir vetnissprengju.
- 1998 - Fyrstu evrumyntirnar voru slegnar í Pessac í Frakklandi. Þær voru síðan bræddar aftur.
- 2001 - Íslenska vefritið Baggalútur hóf göngu sína.
- 2003 - Saltkeri Cellinis var stolið frá Kunsthistorisches Museum í Vín.
- 2009 - Geimskutlunni Atlantis var skotið á loft til að gera við Hubble-geimsjónaukann.
- 2010 - David Cameron tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 2015 - Málverkið Les Femmes d'Alger eftir Pablo Picasso seldist á 179,3 milljónir dala á uppboði hjá Christie's í New York. Við sama tækifæri seldist höggmyndin L'Homme au doigt eftir Alberto Giacometti fyrir 141,3 milljónir. Í báðum tilvikum var um metfé að ræða.
- 2021 - Átök Ísraels og Palestínu 2021: Ísraelsher skaut eldflaugum á Gasaströndina til að svara eldflaugaárásum Hamas eftir að Ísrael hóf að hrekja Palestínumenn frá heimilum sínum í Sheikh Jarrah í Austur-Jerúsalem.
- 2022 – Palestínska blaðakonan Shireen Abu Akleh var skotin til bana þar sem hún flutti fréttir af aðgerðum Ísraelshers í Jenin á Vesturbakkanum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1366 - Anna af Bæheimi, Englandsdrottning (d. 1394).
- 1720 - Münchhausen barón, þýskur barón og sagnaritari (d. 1797).
- 1811 - Chang og Eng Bunker, síamstvíburar (d. 1874).
- 1874 - Einar Jónsson, íslenskur myndhöggvari (d. 1954).
- 1897 - George Peter Murdock, bandarískur mannfræðingur (d. 1985).
- 1904 - Salvador Dalí, spænskur listamaður (d. 1989).
- 1916 - Camilo José Cela, spænskur rithöfundur (d. 2002).
- 1918 - Richard Feynman, bandarískur eðlisfræðingur (d. 1988).
- 1924 - Jóhannes Nordal, íslenskur seðlabankastjóri (d. 2023).
- 1924 - Jackie Milburn, enskur knattspyrnumaður (d. 1988).
- 1952 - Frances Fisher, bandarísk leikkona.
- 1963 - Natasha Richardson, leikkona (d. 2009).
- 1968 - Jeffrey Donovan, bandarískur leikari.
- 1971 - Sigurður Eyberg, íslenskur leikari og söngvari.
- 1973 - Jóhann Hjörleifsson, íslenskur trommuleikari.
- 1975 - Coby Bell, bandarískur leikari.
- 1977 - Marcos Paulo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Björgólfur Hideaki Takefusa, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Daisuke Matsui, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Cory Monteith, kanadískur leikari (d. 2013).
- 1983 - Holly Valance, leikkona og söngkona.
- 1984 - Andrés Iniesta, spænskur knattspyrnumaður.
- 1987 - Tomoaki Makino, japanskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Oscar Carlén, sænskur handknattleiksmaður.
- 1992 - Thibaut Courtois, belgískur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1610 - Matteo Ricci, ítalskur trúboði (f. 1552).
- 1642 - Safi Persakonungur (f. 1611).
- 1686 - Otto von Guericke, þýskur vísindamaður (f. 1602).
- 1778 - William Pitt eldri, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1708).
- 1812 - Spencer Perceval, enskur stjórnmálamaður (f. 1762).
- 1960 - John D. Rockefeller, yngri, bandarískur auðmaður (f. 1874).
- 1962 - Hans Luther, þýskur stjórnmálamaður (f. 1879).
- 1965 - Wilhelm Ernst Beckmann, þýsk-íslenskur tréskurðar- og höggmyndalistamaður (f. 1909).
- 1970 - Katrín Thoroddsen, íslenskur læknir og alþingiskona (f. 1896).
- 1976 - Alvar Aalto, finnskur arkitekt og hönnuður (f. 1898).
- 1981 - Bob Marley, söngvari og tónlistarmaður (f. 1945).
- 1996 - Nnamdi Azikiwe, nígerískur stjórnmálamaður (f. 1904).
- 2001 - Douglas Adams, breskur rithöfundur (f. 1952).
- 2017 - Jóhanna Kristjónsdóttir, íslenskur rithöfundur og blaðamaður (f. 1940).
- 2018 - Gérard Genette, franskur bókmenntafræðingur (f. 1930).
- 2019 - Pua Magasiva, samósk-nýsjálenskur leikari (f. 1980).
- 2020 – Jerry Stiller, bandarískur gamanleikari (f. 1927).
- 2022 – Shireen Abu Akleh, palestínsk blaðakona (f. 1971).