6. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2025 Allir dagar |
6. maí er 126. dagur ársins (127. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 239 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1527 - Hermenn Karls 5. keisara réðust inn í Rómarborg, rændu þar og rupluðu og felldu flesta lífverði Klemens 7. páfa við tröppur Péturskirkjunnar.
- 1608 - Robert Cecil varð fjármálaráðherra og helsti ráðgjafi Jakobs Englandskonungs.
- 1636 - Soldáninn í Bijapur gekkst Mógúlkeisaranum Shah Jahan á hönd.
- 1682 - Loðvík 14. flutti með frönsku hirðina til Versala frá Tuileries.
- 1687 - Higashiyama tók við af Reigen sem Japanskeisari.
- 1691 - Spænski rannsóknarrétturinn neyddi 219 gyðinga í Palma á Majorka til að skírast. Þegar 37 reyndu að flýja eyjuna voru þeir brenndir lifandi.
- 1869 - Purdue-háskóli í West Lafayette var stofnaður í Bandaríkjunum.
- 1882 - Á Vestfjörðum rofaði til eftir stórhríð sem staðið hafði óslitið í 27 daga. Hálfum mánuði síðar skall hríðin á aftur og stóð sleitulaust fram í miðjan júní.
- 1910 - Georg 5. tók við konungstign í Bretlandi eftir lát föður síns, Játvarðar 7..
- 1912 - Stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi, skammt frá Heklu. Eitt barn lét lífið.
- 1937 - Eldur kom upp í þýska loftskipinu Hindenburg.
- 1945 - Íþróttabandalag Vestmannaeyja var stofnað.
- 1953 - Sönglagið Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð Guðmundar Böðvarssonar var frumflutt á stofnþingi Andspyrnuhreyfingarinnar gegn her í landi.
- 1976 - Jarðskjálfti reið yfir Fríúlí á Ítalíu með þeim afleiðingum að yfir 900 létust.
- 1981 - Framhaldsþátturinn Dallas hóf göngu sína í íslenska ríkissjónvarpinu.
- 1982 - Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin var frumsýndur í New York.
- 1983 - Tímaritið Stern birti „dagbækur Hitlers“ sem reyndust vera falsanir.
- 1986 - Hornsteinn var lagður að húsi Seðlabankans við hátíðlega athöfn á 25 ára afmæli bankans.
- 1989 - Hljómsveitin Riva sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1989 með laginu „Rock Me“. Framlag Íslands, lagið „Það sem enginn sér“, fékk ekkert stig.
- 1990 - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn til Mexíkó.
- 1994 - Ermarsundsgöngin voru opnuð.
- 1994 - Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögtekinn á Íslandi.
- 1994 - Rannsóknarblaðamenn frá ABC News fundu nasistann Erich Priebke í Argentínu og tóku við hann viðtal.
- 1997 - Englandsbanki var gerður að sjálfstæðri og óháðri stofnun.
- 1999 - Þingkosningar voru haldnar í fyrsta sinn í Skotlandi og Wales.
- 2001 - Jóhannes Páll 2. páfi heimsótti mosku í Damaskus í Sýrlandi, fyrstur páfa í sögunni.
- 2002 - Hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var ráðinn af dögum af dýraréttindaaktivista.
- 2005 - Blaðið kom fyrst út á Íslandi.
- 2007 - Nicolas Sarkozy var kosinn forseti Frakklands.
- 2008 - Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að selja Fríkirkjuveg 11 til Novator.
- 2009 - Alþjóðlegi Rauði krossinn sagði frá því að meira en 100 almennir borgarar hefðu fallið í loftárásum Bandaríkjahers á Farah-hérað í Afganistan.
- 2010 - Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi háttsettir starfsmenn KB banka, voru handteknir eftir skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara.
- 2010 - Í þingkosningum í Bretlandi náði enginn einn stjórnmálaflokkur hreinum meirihluta í fyrsta skiptið í 36 ár.
- 2010 - Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hafði ekki áður fallið jafn mikið á einum degi.
- 2012 - François Hollande sigraði sitjandi forseta, Nicolas Sarkozy, í annarri umferð frönsku forsetakosninganna.
- 2020 – Stjörnufræðingar tilkynntu fund svarthols í stjörnukerfinu HR 6819 sem sést með berum augum.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1405 - Skanderbeg eða Georg Kastrioti, þjóðhetja Albana (d. 1468).
- 1501 - Marcellus 2. páfi (d. 1555).
- 1562 - Pietro Bernini, ítalskur myndhöggvari (d. 1629).
- 1574 - Innósentíus 10. páfi (d. 1655).
- 1606 - Lorenzo Lippi, ítalskt skáld og listmálari (d. 1665).
- 1758 - Maximilien Robespierre, franskur byltingarforingi (d. 1794).
- 1856 - Sigmund Freud, austurrískur sálfræðingur (d. 1939).
- 1856 - Robert Peary, bandarískur landkönnuður (d. 1920).
- 1866 - Jóannes Patursson, færeyskur rithöfundur (d. 1946).
- 1878 - Björn Friðriksson, íslenskur kvæðamaður (d. 1946).
- 1897 - Dunganon (Karl Kjerúlf Einarsson) íslenskur listamaður (d. 1972).
- 1904 - Harry Martinson, sænskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1978).
- 1915 - Orson Welles, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og leikari (d. 1985).
- 1941 - Ivica Osim, bosnískur knattspyrnumaður.
- 1947 - Martha Nussbaum, bandarískur heimspekingur.
- 1947 - Alan Dale, nýsjálenskur leikari.
- 1953 - Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
- 1959 - Hiroyuki Sakashita, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - George Clooney, bandarískur leikari.
- 1969 - Vlad Filat, moldóvskur stjórnmálamaður.
- 1977 - Nozomi Hiroyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Raquel Zimmermann, brasilísk fyrirsæta.
- 1983 - Adrianne Palicki, bandarísk leikkona.
- 1985 - Viðar Örn Hafsteinsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1990 - Masato Kudo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Takashi Usami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Dominic Scott Kay, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1638 - Cornelius Jansen, franskur faðir Jansenismans (f. 1585).
- 1692 - Nathaniel Lee, enskt leikskáld (f. um 1653).
- 1859 - Alexander von Humboldt, þýskur náttúrufræðingur og könnuður (f. 1769).
- 1872 - George Robert Gray, enskur dýrafræðingur og rithöfundur (f. 1808).
- 1862 - Henry David Thoreau, bandarískur rithöfundur og heimspekingur (f. 1817).
- 1877 - Johan Ludvig Runeberg, finnskt skáld (f. 1804).
- 1910 - Játvarður 7. Bretlandskonungur (f. 1841).
- 1949 - Maurice Maeterlinck, belgískt leikskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1862).
- 1952 - Maria Montessori, ítalskur uppeldisfræðingur (f. 1870).
- 1957 - Reginald Hackforth, enskur fornfræðingur (f. 1887).
- 1992 - Marlene Dietrich, þýsk söngkona (f. 1901).
- 2002 - Pim Fortuyn, hollenskur stjórnmálamaður (f. 1948).
- 2013 - Giulio Andreotti, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 2015 - Jim Wright, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1922).