AC/DC
AC/DC er áströlsk þungarokkhljómsveit sem bræðurnir Angus og Malcolm Young stofnuðu í Sydney í nóvember 1973. Árið eftir tók Bon Scott við sem söngvari og 1975 kom fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, High Voltage, út. Í kjölfarið fylgdu plötur á borð við T.N.T. (1975), Dirty Deeds Done Dirt Cheap (1976) og Highway to Hell (1979). Bon Scott lést árið 1980 vegna ofneyslu áfengis og Brian Johnson tók við sem aðalsöngvari. Sama ár og Scott lést kom metsöluplatan Back in Black út og For Those About to Rock We Salute You árið eftir. Seinni plötur hljómsveitarinnar nutu ekki nærri eins mikillar hylli og vinsældir hennar dalaði þar til The Razor's Edge kom út 1990 með lögunum „Thunderstruck“ og „Moneytalks“. Eftir 1990 hefur lengra liðið milli stúdíóplata hljómsveitarinnar en á sama tíma hafa komið út hljómleikaplötur og safnplötur. Angus Young er þekktur fyrir að koma fram á tónleikum í breskum skólabúningi.
Þróun síðustu ár
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2014 varð Malcolm Young að hætta vegna heilabilunar. Stevie Young, frændi Malcolm og Angusar tók við sem gítarleikari. Sama ár var trommarinn Phil Rudd ákærður fyrir tilraun til morðs og fíkniefnabrot. Hann lýsti sig sekan fyrir dómi á Nýja Sjálandi fyrir að hafa hótað að myrða mann sem vann hjá sér og að eiga fíkniefni. [1] Trommarinn Chris Slade sem áður hafði spilað með bandinu tók við af Rudd.
Árið 2016 gat Brian Johnson ekki tekið þátt í tónleikum sveitarinnar vegna heyrnarskaða og eftir að hafa íhugað að fá nýjan söngvara ákvað sveitin að láta Axl Rose, söngvara Guns N' Roses klára Rock or Bust tónleikaferðalagið. Brian Johnson var þakkað fyrir árin í sveitinni og óskað alls hins besta. [2] Cliff Williams, bassaleikari, hætti eftir Rock and Bust túrinn og var framtíð hljómsveitarinnar í óvissu. Malcolm Young lést árið 2017, 64 ára að aldri. Hljómsveitin fór í hlé eftir tónleikaferðalagið með Axl Rose.
Árið 2018 sást hljómsveitin í hljóðveri með Brian Johnson og árið 2020 var staðfest að hann og Phil Rudd væru komnir aftur í hljómsveitina. Ný plata, Power Up, var gefin út í nóvember. Í október 2023 spilaði hljómsveitin á sínum fyrstu tónleikum í 7 ár.
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Angus Young: Gítar, bakraddir (1973–)
- Phil Rudd: Trommur (1975–1983, 1994–2015, 2020–)
- Cliff Williams: Bassi & bakraddir (1977–2016, 2020–)
- Brian Johnson: Söngur (1980–2016, 2020–)
- Stevie Young: Gítar, bakraddir (2014–, tónleikameðlimur 1988)
Fyrrum meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Malcolm Young: Gítar, bakraddir (1973–2014; dó 2017)
- Dave Evans: Söngur (1973–1974)
- Bon Scott: Söngur (1974–1980; dó 1980)
- Mark Evans: Bassi (1975–1977)
- Simon Wright: Trommur (1983–1989)
- Chris Slade: Trommur (1989–1994, 2015–2020)
- Axl Rose: Söngur (2016)
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- High Voltage (1975/1976)
- Dirty Deeds Done Dirt Cheap (1976)
- Let There Be Rock (1977)
- Powerage (1978)
- Highway to Hell (1979)
- Back in Black (1980)
- For Those About to Rock We Salute You (1981)
- Flick of the Switch (1983)
- Fly on the Wall (1985)
- Blow Up Your Video (1988)
- The Razors Edge (1990)
- Ballbreaker (1995)
- Stiff Upper Lip (2000)
- Black Ice (2008)
- Rock or Bust (2014)
- Power Up (2020)
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Phil Rudd lýsti sig sekan Vísir. Skoðað 17. apríl, 2016.
- ↑ Axl Rose til liðs við AC/DC Rúv. Skoðað 17. apríl, 2016.