Jalisco
Útlit
Jalisco er fylki í vestur- og mið-Mexíkó. Það er 78.599 ferkílómetrar og eru íbúar um 8,3 milljónir (2020) og eru flestir í höfuðborginni Guadalajara sem er þriðja stærsta borg landsins með stórborgarsvæðinu. Borgin Puerto Vallarta með sínar strendur og Chapala-vatn, stærsta vatn landsins, eru vinsælir ferðamannastaðir. Mexíkósk menning eins og áfengið tekíla og mariachi-söngvarar rekja uppruna sinn til Jalisco.
Eldfjallið Nevado de Colima er hæsti punkturinn og Colima-eldfjallið er á mörkum Jalisco og Colima-fylkis.