Fara í innihald

Chiapas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chiapas á korti.
Maya-rústir.

Chiapas er syðsta fylki Mexíkó. Íbúar eru um 5,5 milljónir (2020) og er stærð fylkisins 74.415 km2.

Höfuðborg þess og stærsta borgin er Tuxtla Gutiérrez. Það á landamæri að fylkjunum Oaxaca í vestri, Veracruz í norðvestri og Tabasco í norðri. Guatemala er í við austur- og suðausturmörk Chiapas.

Rigningarsamt er í Chiapas og er hitabeltisloftslag þar og regnskógar. Hæsti punktur er Tacaná-eldfjallið eða 4.093 metrar.

Rústir Maja-veldisins eru sjáanlegar í Chiapas og eru frumbyggjar sem eru afkomendur þeirra stór hluti íbúa. Árið 1994 gerði hópur frumbyggja, Zapatistar, uppreisn í Chiapas og ráða þeir stóru svæði innan þess.