1828
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1828 (MDCCCXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 14. mars - Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á Illugastöðum á Vatnsnesi og kveiktu síðan í bænum.
Fædd
- 5. apríl - Árni Thorsteinson, landfógeti og alþingismaður (d. 1907)
- 13. maí - Hannes Finsen, landfógeti og amtmaður í Færeyjum og síðast stiftamtmaður í Danmörku (d. 1892).
Dáin
- 14. mars - Natan Ketilsson, skottulæknir á Illugastöðum (f. 1792).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. janúar - Demókrataflokkurinn var stofnaður í Bandaríkjunum.
- 22. janúar - Hertoginn af Wellington varð forsætisráðherra Bretlands.
- 22. febrúar - Persía missti svæði sem núna eru í Georgíu, Aserbaísjan, Armeníu og Dagestan til Rússlands.
- 26. apríl - Stríð Rússlands og Tyrklands hófst.
- 27. apríl - Dýragarðurinn í London var opnaður.
- 26. maí - Kaspar Hauser, sem átti að hafa alist upp í algerri einangrun, fannst í Nürnberg í Þýskalandi.
- 3. júní - Stríð Stóru-Kólumbíu og Perú: Símon Bólívar lýsti stríði á hendur Perú.
- 23. júní - Hinni níu ára gömlu Maríu 2. Portúgalsdrottningu steypt af stóli. Miguel föðurbróðir hennar, sem hafði verið ríkisstjóri, tók sér sjálfur konungsnafn. Hófst þá borgarastyrjöld sem stóð til 1834 og lauk með því að María settist í hásætið að nýju.
- 3. desember - Andrew Jackson var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
Fædd
- 24. janúar - Ferdinand Cohn, þýskur örverufræðingur (d. 1898).
- 8. febrúar - Jules Verne, franskur rithöfundur (d. 1905).
- 20. mars - Henrik Ibsen, norskt leikskáld (d. 1906).
- 8. maí - Jean Henri Dunant, svissneskur stofnandi Rauða krossins og handhafi friðarverðlauna Nóbels (d. 1910).
- 12. maí - Dante Gabriel Rossetti, enskt skáld og listmálari (d. 1882).
- 9. september - Lev Tolstoj, russneskur rithöfundur (d. 1910).
Dáin
- 22. janúar - Johan Bülow, danskur hirðmarskálkur, f. 1751).
- 16. mars - Johann Galletti, þýskur sagnfræðingur og landfræðingur (f. 1750).
- 16. apríl - Francisco Goya, spænskur listamaður (f. 1746).
- 19. nóvember - Franz Schubert, austurrrískt tónskáld (f. 1797).