Fara í innihald

Landfógeti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landfógeti var embættismaður sem sá um fjármál Danakonungs á Íslandi. Embætti landfógeta var tekið upp árið 1683 þegar embætti höfuðsmanns á Íslandi var lagt niður. Landfógeti var gjaldkeri jarðarbókarsjóðs, innheimti skatta í Gullbringusýslu og var lögreglustjóri í Reykjavík.

Landfógeti átti að hafa eftirlit með eignum konungs á Íslandi, skattheimtu og öðrum greiðslum, og sjá um fiskiútveg konungs á Suðurnesjum. Hann átti og að líta eftir því að verslunarlöggjöfinni væri hlýtt. Sá sem fyrst gegndi þessu starfi hét Kristófer Heidemann.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.