Fara í innihald

Ararat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ararat séð frá Tyrklandi.
Ararat frá Jerevan, Armeníu.

Ararat er fjall í Igdir-hérað í norðaustur-Tyrklandi, 16 km frá írönsku landamærunum og 32 km frá armensku landamærunum. Fjallið er hæsta fjall Tyrklands; 5.137 metrar að hæð og rís 3.611 metra yfir umhverfi sitt. Það hefur það myndast sem eldkeila.Fjallið samanstendur af tveimur toppum og heitir sá minni Litla-Ararat. Ararat var sögulega á armensku svæði þar til Ottómanaveldið lagði það undir sig. Hefur það þýðingu fyrir Armena. Ararat er fjallið þar sem Nói á að hafa strandað á skipi sínu eftir syndaflóðið samkvæmt fyrstu Mósebók.