Wole Soyinka
Akinwande Oluwole Babatunde Soyinka (f. 13. júlí 1934) er nígerískt ljóðskáld og leikskáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1986.
Ævi og störf
[breyta | breyta frumkóða]Wole Soyinka fæddist í borginni Abeokuta í vesturhluta Nígeríu. Hann stundaði háskólanám í Ibadan og síðar í Leeds í Bretlandi. Eftir útskrift starfaði hann við leikhús og útvarp bæði í Bretlandi og í heimalandinu. Hann var virkur þátttakandi í sjálfstæðishreyfingu þjóðar sinnar og tók þátt í ýmsum róttækum aðgerðum. Í tengslum við borgarastríð í landinu vegna sjálfstæðisbaráttu Bíafra var hann handtekinn af stjórnvöldum og haldið í stofufangelsi í tvö ár.
Soyinka hefur alla tíð verið ötull gagnrýnandi spilltra einræðisstjórna í Afríku og sjálfur var hann útlagi frá heimalandi sínu frá 1993 til 1999.
Eftir hann liggur mikill fjöldi leikrita sem samin voru á árabilinu 1954 til 2006, auk fjölda ljóða. Baldur Óskarsson hefur þýtt ljóð eftir Soyinka á íslensku.
Hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1986 fyrstur rithöfundar frá Afríku sunnan Sahara.