Vinabæir
Útlit
Vinabæir eiga rætur sínar að rekja til seinni heimsstyrjaldarinnar og er hugmyndin á bak við þá að auka skilning og efla samskipti milli fólks í mismunandi löndum auk þess að hvetja til þess að sett verði upp ýmis verkefni báðum bæjunum til hagsbóta.
Þó að hugmyndin sé vinsælli í Evrópu en annars staðar hefur hún verið tekin upp í öðrum heimsálfum meðal annars í Norður Ameríku þar sem hugtakið Systraborgir (sister cities) er notað eða Town twinning.
Síðan 1989 hafa um 1,300 vinabæir innan Evrópu verið styrktir af Evrópusambandinu og var heildarupphæð styrkjanna 12 milljón evrur árlega eða um einn miljarður íslenskra króna.