Fara í innihald

Matteo Salvini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Matteo Salvini
Varaforsætisráðherra Ítalíu
Núverandi
Tók við embætti
22. október 2022
ForsætisráðherraGiorgia Meloni
ForveriHann sjálfur og Luigi Di Maio (2019)
Í embætti
1. júlí 2018 – 5. september 2019
ForsætisráðherraGiuseppe Conte
ForveriAngelino Alfano (2014)
EftirmaðurHann sjálfur og Antonio Tajani (2022)
Innviðaráðherra Ítalíu
Núverandi
Tók við embætti
22. október 2022
ForsætisráðherraGiorgia Meloni
ForveriEnrico Giovannini
Innanríkisráðherra Ítalíu
Í embætti
1. júlí 2018 – 5. september 2019
ForsætisráðherraGiuseppe Conte
ForveriMarco Minniti
EftirmaðurLuciana Lamorgese
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. mars 1973 (1973-03-09) (51 árs)
Mílanó, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurNorðurbandalagið
MakiFabrizia Ieluzzi (g. 2003; skilin 2010)
Elisa Isoardi (2015–)
Börn2
Undirskrift

Matteo Salvini (f. 9. mars 1973) er ítalskur stjórnmálamaður og formaður Norðurbandalagsins (Lega Nord). Hann er núverandi varaforsætisráðherra og innviðaráðherra Ítalíu.

Salvini var innanríkisráðherra og varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Giuseppe Conte frá 2018 til 2019. Ásamt Luigi Di Maio, formanni Fimmstjörnuhreyfingarinnar, var Salvini gjarnan talinn hinn eiginlegi valdsmaður fyrstu Conte-stjórnarinnar og einn voldugasti maður á Ítalíu.[1]

Salvini hefur lengi verið einn helsti gagnrýnandi Evrópusambandsins á Ítalíu. Hann hefur sér í lagi verið gagnrýninn á evruna, sem hann kallaði „glæp gegn mannkyninu“ er hún var tekin upp.[2] Eitt helsta baráttumál Salvini hefur verið takmörkun á ólöglegum innflutningi fólks til Ítalíu og á móttöku hælisleitenda.[3][4] Sem innanríkisráðherra hefur hann meðal annars sakað ríkisstjórn Túnis um að senda glæpamenn vísvitandi til Evrópu.[5] Hann hefur einnig stungið upp á skráningu og brottrekstri á Rómafólki sem er búsett án leyfis á Ítalíu.[6] Salvini er á móti lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra en styður afglæpavæðingu á vændi.[7] Salvini er einnig á móti lögskyldum bólusetningum.[8]

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti hafa verið sagðar fyrirmyndir Salvinis í pólitík.[9] Að auki eru meðal annarra vina hans þau Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, í Frakklandi, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, bæði langt til hægri í stjórnmálum.[10]

Þann 8. ágúst árið 2019 ákvað Salvini að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimmstjörnuhreyfinguna. Ein ástæðan fyrir stjórnarslitunum var ágreiningur milli flokkanna um byggingu kostnaðarsamrar járnbrautarlínu fyrir háhraðalestir milli Tórínó og Lyon.[11] Salvini hafði vonast eftir því að kallað yrði til nýrra kosninga svo hann gæti nýtt sér umtalsverða fylgisaukningu Norðursambandsins, en í stað þess að kalla til kosninga varð niðurstaðan sú að Fimmstjörnuhreyfingin stofnaði nýja ríkisstjórn í samstarfi við Lýðræðisflokkinn.[12][13]

Árið 2021 varð Norðursambandið aðili að þjóðstjórn Mario Draghi ásamt Lýðræðisflokknum, Fimmstjörnuhreyfingunni og fleiri flokkum.[14]

Salvini varð aftur varaforsætisráðherra þann 22. október 2022, í nýrri ríkisstjórn Giorgiu Meloni. Hann varð jafnframt innviðaráðherra í nýju stjórninni.[15]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Salvini premier di fatto“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2018. Sótt 26. júlí 2018.
  2. „Lega, Salvini contro euro: 'Crimine contro l'umanità' - Politica“. ANSA.it. 15. desember 2013. Sótt 3. apríl 2016.
  3. "Lasciate gli immigrati al largo". E scoppia la bufera su Salvini“. IlGiornale.it (ítalska). 15. febrúar 2015. Sótt 3. apríl 2016.
  4. „Il Cittadino di Lodi“. Ilcittadino.it. 25. febrúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 3. apríl 2016.
  5. Tunisia 'stunned' by Salvini on 'exporting convicts'
  6. Italian Minister Moves to Count and Expel Roma, Drawing Outrage
  7. Carta dei Valori. Noi con Salvini. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2018. Sótt 26. júlí 2018.
  8. https://www.ft.com/content/e513740e-761a-11e8-b326-75a27d27ea5f
  9. „Dagblaðið Vísir - DV - 42. tölublað (02.11.2018) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 15. júlí 2022.
  10. „Dagblaðið Vísir - DV - 42. tölublað (02.11.2018) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 15. júlí 2022.
  11. „Ríkisstjórn Ítalíu fallin“. RÚV. 8. ágúst 2019. Sótt 27. ágúst 2019.
  12. „Ný ríkisstjórn komin á koppinn á Ítalíu“. Vísir. 3. september 2019. Sótt 3. september 2019.
  13. Kristján Róbert Kristjánsson (29. ágúst 2019). „Conte með umboð til stjórnarmyndunar“. RÚV. Sótt 3. september 2019.
  14. „Drag­hi verður for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu“. mbl.is. 12. febrúar 2021. Sótt 13. febrúar 2021.
  15. Ásrún Brynja Ingvarsdóttir (22. október 2022). „Meloni sver embættiseið“. RÚV. Sótt 23. október 2022.