Fara í innihald

Gráhegri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gráhegri

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Storkfuglar (Ciconiiformes)
Ætt: Hegrar (Ardeidae)
Ættkvísl: Ardea
Tegund:
A. cinerea

Tvínefni
Ardea cinerea
Linnaeus, 1758
Ljósgrænt: sumar Dökkgrænt: allt árið Blátt: Vetrarstöðvar
Ljósgrænt: sumar
Dökkgrænt: allt árið
Blátt: Vetrarstöðvar
Ardea cinerea

Gráhegri (fræðiheiti Ardea cinerea) er stórvaðfugl af hegraætt. Hann er háfættur og hálslangur og ljós á kvið en með gráa vængi. Svartar flikrur eru á kvið og höfði. Vængirnir eru breiðir og langir. Vænghafið er 155-175 cm. en standandi eru þeir 84-102 cm. á hæð, eftir því hvort hálsinn er uppréttur. Gráhegri er útbreiddur varpfugl í Evrópu og á hverju hausti koma til Íslands gráhegrar sem halda sig við vötn og sjó. Talið er að flestir gráhegrar komi hingað frá Noregi og hafi villst af leið sinni til suðlægari slóða. Gráhegri er aðallega fiskiæta.

  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.