Einokun
Útlit
Einokun (alþjóðlega orðið monopoly er dregið af grísku orðunum monos sem þýðir einn og polein sem þýðir að selja) er hagfræðilegt hugtak sem vísar til þess þegar tiltekinn einstaklingur eða fyrirtæki hefur nægilegt vald yfir tiltekinni vöru eða þjónustu á markaði til þess að geta ákvarðað að miklu leyti aðgengi annarra að henni. Þar sem einokun fyrirfinnst er takmörkuð eða engin samkeppni, það fyrirtæki sem er í einokunarstöðu nær því stærri markaðshlutdeild en ef um fullkominn markað væri að ræða.