1671
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1671 (MDCLXXI í rómverskum tölum) var 71. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Apríl - Orrustan við Saraighat þar sem herforingi Ahomkonungsríkisins, Lachit Borphukan, sigraði her Mógúlveldisins.
- 9. maí - Thomas Blood reyndi að stela bresku krúnudjásnunum úr Lundúnaturni en náðist strax.
- 22. júní - Tyrkjaveldi lýsti Póllandi stríð á hendur.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Mikill landskjálfti í Grímsnesi og Ölfusi, hröpuðu hús víða.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 7. mars - Rob Roy MacGregor, skosk þjóðhetja (d. 1734).
- 21. apríl - John Law, skoskur hagfræðingur (d. 1729).
- 8. júní - Tomaso Albinoni, ítalskt tónskáld (d. 1751).
- 11. júní - Colley Cibber, enskt skáld (d. 1757).
- 1. október - Guido Grandi, ítalskur stærðfræðingur (d. 1742).
- 11. október - Friðrik 4. Danakonungur (d. 1730).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 8. maí - Sébastien Bourdon, franskur listmálari (f. 1616).
- 12. nóvember - Thomas Fairfax, enskur herforingi (f. 1612).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Galdramál: Sigurður Jónsson úr Vatnsfirði, Ögurhreppi tekinn af lífi á Alþingi, með brennu, fyrir galdra. Sigurði var gefið að sök að hafa valdið veikindum Þuríðar Guðmundsdóttur.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.