Mario Vargas Llosa
Útlit
Mario Vargas Llosa (f. 28. mars 1936) er perúískur rithöfundur, ritgerðarsmiður og stjórnmálamaður. Mario er meðal vinsælustu rithöfunda í hinum spænskumælandi heimi. Hann starfaði áður sem blaðamaður og tók þátt í stjórnmálum í Perú. Hann bauð sig fram sem forseta landsins árið 1990 en laut í lægra haldi fyrir Alberto Fujimori. Hann hefur hlotið fjölda bókmenntaverðlauna fyrir verk sín, ekki bara í heimalandi sínu heldur víða um heim, svo sem Planeta-verðlaunin 1993. Árið 2010 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Vargas Llosa hóf feril sinn árið 1959 með smásagnasafninu Los Jefes (Yfimennirnir) en hann sló fyrst í gegn með skáldsögunni La Ciudad y Los Perros (Borgin og hundarnir) sem kom út árið 1963.
Bækur á íslensku eftir Vargas Llosa
- Hver myrti Móleró? (Quién mató a Palomino Molero?, 1986) - í þýðingu Sigríður Ástríður Eiríksdóttur, 1993.
- Pantaljón og sérþjónustan (Pantaleón y las visitadoras, 1973) - í þýðingu Sigríðar Ástríðar Eiríksdóttur, 1991