Fara í innihald

Sumarólympíuleikarnir 1968

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 12. ágúst 2010 kl. 10:43 eftir 193.4.101.102 (spjall) Útgáfa frá 12. ágúst 2010 kl. 10:43 eftir 193.4.101.102 (spjall)

Sumarólympíuleikarnir 1968 voru haldnir í Mexíkóborg frá 12. október til 27. október.

Keppnisgreinar

Keppt var í 172 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Þátttaka Íslendinga á leikunum

Íslendingar sendu fjóra sundmenn , þrjá frjálsíþróttamenn og einn lyftingakappa til þátttöku á leikunum.

Ekkert Íslandsmet leit dagsins ljós á leikunum, sem ef til vill má kenna hinu þunna lofti í Mexíkóborg.

Valbjörn Þorláksson keppti á sínum þriðju leikum í röð, en gat ekki lokið keppni í tugþraut vegna meiðsla.

Íslenska knattspyrnulandslíðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna og mætti þar áhugamannalandslið Spánar. Leiknum í Reykjavík lauk með 1:1 jafntefli, en Spánverjar unnu á heimavelli, 5:3 í fjörugum markaleik.