Vísindaleg flokkun
Vísindaleg flokkun er flokkun sem líffræðingar beita til að flokka lifandi og útdauðar lífverur. Nútíma flokkun á rætur sínar að rekja til verka Carl von Linné sem flokkaði lífverur samkvæmt sameiginlegum útlitseinkennum. Carl von Linné var grasafræðingur og byggði flokkun sína á plöntum einkum á fjölda fræfla. Hann kom einnig fram með tvínafnakerfið. Flokkunarkerfið byggir á stigskiptri flokkun þannig að skyldar tegundir mynda saman ættkvíslir, skyldar ættkvíslir mynda ættir o.s.frv. Þessi flokkun hefur verið endurbætt síðan Charles Darwin kom fram með þróunarkenningu sína.
Dæmi
breytaMeðfylgjandi er dæmi um venjulega flokkun á fimm tegundum en þær eru: Ávaxtafluga (Drosophila melanogaster) sem er svo algeng í erfðafræðirannsóknastofum, maður (Homo sapiens), gráerta (Pisum sativum) sem Gregor Mendel notaði við uppgötvanir sínar í erfðafræði, berserkjasveppur (Amanita muscaria) og E. coli bakterían (Escherichia coli). Hinir átta flokkar eru feitletraðir. Einnig koma fram undirflokkar.
Tenglar
breyta- Nafngiftir jurta og dýra Lesbók Morgunblaðsins, 8. tölublað (05.03.1961), Blaðsíða 130
- Flokkun berserkjasvepps. Index Fungorum - vefur um flokkun sveppa.