Escherichia coli
gerill af ætt þarmabaktería
Escherichia coli er Gram-neikvæð, staflaga, sýrumyndandi og oxidasa-neikvæð baktería (gerill). Hún tilheyrir ætt þarmabaktería (Enterobacteriaceae) og finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið sýkingum og telst hún til tækifærissýkla. Ættkvíslarheitið Escherichia er svo nefnt til heiðurs bæverska barnalækninum Theodor Escherich.
Escherichia coli | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Escherichia coli (Migula 1895) Castellani and Chalmers 1919 |
Flestar gerðir E. coli eru hættulausar, en aðrar geta valdið matareitrun (t.d. komið fyrir út af lífrænt ræktuðu grænmeti), og eru stundum ástæða fyrir innköllun á mat. Hættulausu gerðirnar eru eðlilegar í þörmum, og geta hjálpað til við framleiðslu á K2 vítamíni.