Stafmerki
Stafmerki[1] eða framburðartákn er lítið tákn sem ritað er fyrir ofan eða neðan bókstaf, á miðju hans eða til hliðar. Stafmerki eru mismunandi eftir tungumálum. Í latnesku stafrófi eru þau helst notuð til þess að tákna annan framburð eða frávik í framburði miðað við framburð stafs án stafmerkis. Þau eru þó ekki notuð í öllum tungumálum sem rituð eru með latnesku stafrófi, til dæmis eru þau aðeins notuð í tökuorðum í ensku. Í íslensku er broddurinn yfir staf helsta stafmerkið en bókstafir með broddi eru taldir sérstakir bókstafir í íslensku. Þessi hefð er ekki í öllum tungumálum, til dæmis eru bókstafir með stafmerkjum ekki taldir sérstakir bókstafir í frönsku og þeim má jafnvel sleppa þegar skrifað er í hástöfum.
Stafmerki eiga sér merkilega sögu. Þau eru upphaflega notuð til styttingar, til dæmis varð 'oe' að 'ö' eða 'ø', og 'aa' í dönsku varð 'å'. Broddur yfir sérhljóði í íslenskum handritum táknaði upphaflega lengd, og kom í staðinn fyrir tvíritaðan sérhljóða. Löng sérhljóð í íslensku þróuðust öðru vísi en stutt og síðar komu til aðrar reglur um lengd og þess vegna tákna broddstafir nú allt önnur hljóð en stafir án brodds. Í tékknesku er broddur yfir sérhljóða einungis notaður til að tákna lengd hljóðsins en í finnsku eru langir sérhljóðar tvíritaðir. Í þessum málum báðum breytir lengd sérhljóðs merkingu og því er nauðsynlegt að tákna hana undir öllum kringumstæðum.
Í öðrum ritunarkerfum gegna stafmerki ýmsum hlutverkum. Í bæði arabísku stafrófi ( ـَ, ـُ, ـُ,) og hebresku stafrófi ( ַ, ֶ, ִ, ֹ , ֻ,) tákna þau sérhljóð sem eru ekki merkt á annan hátt.
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Stafmerki geta verið yfirsett, miðsett, undirsett eða hliðsett.[2] Miðsett stafmerki heita líka strikanir.[2]
Yfirsett
[breyta | breyta frumkóða]- ◌́ – broddur
- ◌̀ – bakbroddur
- ◌̂ – hattur
- ◌̌ – kría
- ◌̋ – tvíbroddur
- ◌̏ – tvíbakbroddur
- ◌̇ – depill
- ◌̈ – tvídepill (e. diaresis/umlaut/trema)
- ◌̊ – hringur
- ◌̄ – rá (e. macron)
- ◌̆ – skál
- ◌̃ – bylgja (e. tilde)
- ◌̓ – yfirkomma
- ◌̉ – krækja (e. hook)
- ◌̛ – horn (e. horn)
Miðsett (strikanir)
[breyta | breyta frumkóða]Undirsett
[breyta | breyta frumkóða]- ◌̣ – undirdepill
- ◌̦ – undirkomma
- ◌̧ – krókur (e. cedilla)
- ◌̨ – lykkja (e. ogonek)
Hliðsett
[breyta | breyta frumkóða]- ◌ː – tvípunktur
- ◌·◌ – miðdepill
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Þjóðskrá Íslands > Nafnritun“. Sótt 2. mars 2013.
- ↑ 2,0 2,1 Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (2003). „Íslensk táknaheiti“ (PDF). Íslensk málnefnd. Sótt 10. maí 2015.