Fara í innihald

Spjall:Nautgripur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Griðungur haft um geldneyti?? Griðungur þýðir samkvæmt orðabók graðungur!!. Hvaðan kemur þessi orðanotkun? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 157.157.159.204 (spjall | framlög)

Ég fæ ekki betri botn í þetta en svo að ég hafi skrifað setninguna. Griðungur er ýmist notað um gelt eða ógelt naut en geldneyti er allur hópurinn þannig að nautin, ógeltu, falla alveg undir þá skilgreiningu. Hugsanlega er þetta aldagamall (allavega kynslóðagamall) ruglingur í málfari á mínu heimili og í nágrenni en við tölum allavega um griðunga sem bæði gelt og ógelt naut. Eðlilegara er þó, út frá orðmynduninni, að þau séu ógelt. --Jóna Þórunn 22:52, 6 mars 2007 (UTC)

Ég held að griðungur sé varla haft um ógelt naut svona almennt. Geldneyti er afturámóti þrugl í mér hér að ofan. Það er auðvitað eingöngu haft um kýr sem eru hættar að mjólka. Doðneyti er haft um náttúrulausan tarf. Ég finn ekki hjá mér orð yfir gelt naut aftur á móti, en ég held áfram að leita. Hakarl 23:02, 6 mars 2007 (UTC)hakarl

Ja, ég veit nú ekki hvort kýr í geldstöðu flokkist sem geldneyti alls staðar (ekki heima allavega) en geldneyti er amk. kvígur og kálfar óbornir. Uxi er gelt naut en þeir kallast líka bara geldingar. --Jóna Þórunn 23:07, 6 mars 2007 (UTC)

geldneyti er amk. kvígur og kálfar óbornir. - Hm, þetta skil ég ekki hjá þér. Geldneyti er haft um kýr sem ekki mjólka og svo kálfa og kvígur sem enn ekki hafa borið. Sjálfsagt hefurðu átt við það. En ekki kálfa óborna. En auðvitað er uxi geldingur í heimi nautgripa. En ég held það sé til annað orð sem er meira notað. Hakarl 23:16, 6 mars 2007 (UTC)hakarl

Láttu ekki orðaröðina trufla þig. Geldkýr tel ég ekki til geldneyta, þannig að skilgreiningin er loðin eins og allt annað í þessum heimi. --Jóna Þórunn 23:18, 6 mars 2007 (UTC)

Kálfur óborinn er ófæddur kálfur, kvíga óborin er sú sem ekki hefur borið kálf (og er því ekki farin að mjólka og er því geldneyti). Geldkýr er geldmjólka kýr og því geldneyti. Þetta er allt samkvæmt notkun íslendinga til margra alda. Geldneyti er ekki haft um naut, heldur kýr. Hakarl 23:24, 6 mars 2007 (UTC)hakarl

Svona er nú gaman að málnotkun; hún er ekki eins allstaðar. :) --Jóna Þórunn 23:25, 6 mars 2007 (UTC)

Hm, kannski hefurðu rétt fyrir þér, en ég finn engin dæmi þessa í bókum - og á ég þó nokkrar. En deilum ekki um tittlingaskít. Áfram með smjörið. Hakarl 23:28, 6 mars 2007 (UTC)hakarl.

Svo við höldum áfram með skilgreiningarnar þá skilgreinir 438/2002 (aðbúnaður nautgripa) að Geldneyti: Nautgripir eldri en 6 mánaða.. Í reglugerð 743/2002 (um búfjáreftirlit, viðauki 1) sé geldneyti: allur nautpeningur ársgamall eða eldri, sem ekki flokkast undir kýr eða kelfdar kvígur. --Jóna Þórunn 15:00, 18 mars 2007 (UTC)

Þá er það sem sagt komið. Fínt. Ég hef samt ekki rekist á þetta orð sem ég er með í hausnum einhversstaðar sem ég veit að þýðir geldingsnaut. Það kemur. Kannski er það bara uxi. En það er eitthvað sem segir mér að það er annað orð. Hakarl.

Byrja umræðu um Nautgripur

Byrja nýja umræðu