Spjall:Kópavogur
Greinin Kópavogur er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. |
Sjávarþorp
[breyta frumkóða]Hvaða grínisti setti Kópavog sem sjávarþorp? Þar er vissulega höfn og svona en þorp er Kópavogur sko ekki! --Stalfur 15:22, 3 nóvember 2006 (UTC)
- Kíktu í flokkinn. Þar eru allir þéttbýlisstaðir á landinu sem standa við sjóinn. Líka Reykjavík. --Jóna Þórunn 17:07, 3 nóvember 2006 (UTC)
- Ekki lýsandi flokksnafn. --Stalfur 01:00, 4 nóvember 2006 (UTC)
- Hvernig væri að kalla flokkinn Sjávarbyggðir?--Mói 07:19, 4 nóvember 2006 (UTC)
- Ég er sammála; það er svo sem ekkert athugavert í sjálfu sér við að flokka saman öll íslensk byggðarlög sem eru við sjávarsíðuna en orðið „sjávarþorp“ merkir svolítið annað og Reykjavík og Kópavogur eru bara ekki sjávarþorp. --Cessator 08:05, 4 nóvember 2006 (UTC)
- Hvernig væri að kalla flokkinn Sjávarbyggðir?--Mói 07:19, 4 nóvember 2006 (UTC)
- Ekki lýsandi flokksnafn. --Stalfur 01:00, 4 nóvember 2006 (UTC)
Kársnes eða Digranes
[breyta frumkóða]Hér var í allri greininni breitt frá Kársnesi yfir í Digranes og sagt að undanfarna áratugi hafi þessa misskilnings gætt að nesið héti Kársnes en ekki Digranes. Ég finn engar heimildir svo langt aftur að ég finni heimild fyrir því að nesið hafi áður heitið Digranes, þótt svo gæti verið. Aftur á móti heitir nesið í öllum landræðilegum og skipulagsgögnum Kópavogsbæjar sem ég er búin að skoða, frá Hamraborinni talið í vestur, Kársnes, en hálsinn hinumegin í austur frá Hamraborginni, Digraneshæð. Þetta er eins á kortum Landmælinga líka sem dæmi. Mér finnst við ekki geta breytt þessu í sögu Kópavogs bara af því að ein manneskja segir það og bendir ekki á heimild fyrir því. Eins jafnvel þótt rétt væri að áður fyrr hafi nesið heitið Digranes þá heitir það orðið Kársnes í dag og Digranesnafnið ætti þá bara að koma fram í greininni um Kársnes sem söguleg staðreynd þess efnis að áðurfyrr hafi það verið kallað Digranes og þá þyrftu að vera heimildir til að bakka það upp. Bragi H (spjall) 17. febrúar 2013 kl. 10:04 (UTC)
Breita íbúafjölda í Sveitarfélaga kassanum?
[breyta frumkóða]Sé ekki hvar ég get breitt íbúafjölda Kópavogs sem núna er á síðunni skráður 2016 yfir í réttan íbúafjölda 2017
- Snið:Íbúafjöldi sveitarfélaga. --Akigka (spjall) 12. september 2017 kl. 12:38 (UTC)
- Sé bara að ég get breitt tölunni fyrir viðkomandi bæjarfélag, en gerist það sjálfkrafa að ártalið breytist? Núverandi fjöldi bæjarbúa er fá janúar 2016 í sniðinu en ég vil geta sett inn 1. janúar 2017. Bragi H (spjall) 12. september 2017 kl. 15:21 (UTC)