Fara í innihald

Spjall:Framhyggja

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í orðabók í stjórnmálafræði er positivism þýtt með vissuhyggja. --Salvor (spjall) 31. ágúst 2013 kl. 07:20 (UTC)[svara]

Ensk-íslensk orðabók hefur hvort tveggja. Stundum er líka þýtt „raunhyggja“ eða „raunspeki“ en það veldur ruglingi því alsiða er að þýða empiricism með „raunhyggja“. Í heimspeki er oftast notað „framstefna“ fyrir pósitífisma (tillaga Þorsteins Gylfasonar) enda er „vissuhyggja“ afskaplega villandi heiti. Ég hefði þó haldið að stjórnmálafræðin hefði meiri áhuga á allt öðrum pósitífisma, nefnilega lagalegum pósitífisma sem er andstæða náttúrulagakenninga. Hann myndi alltént aldrei heita hvorki „vissuhyggja“ né „framstefna“ heldur settur réttur eða vildarréttur. --Cessator (spjall) 31. ágúst 2013 kl. 07:39 (UTC)[svara]
Af því að hún er áhugaverð er hér útskýring Þorsteins Gylfasonar á íslenskri orðanotkun frá árinu 1970: „Comte nefndi kenningar sínar einu nafni „philosophie positive“ eða „pósitívisma“, en hið franska orð „positif“ merkir nánast „raunhæfur“. [...] Ég mun því kalla kenningar Comtes og annarra sama sinnis framstefnuheimspeki. Sú nafngift helgast að nokkru leyti af þeirri bjartsýnistrú flestra framstefnumanna að raunvísindin ein tryggi gervöllu mannkyni efnalegar sem andlegar framfarir. En hún helgast einnig af sérstakri kenningu framstefnumanna um vísindalega aðferð sem greinir þá frá flestum öðrum raunspekingum. Þessi kenning er í fæstum orðum sú að kjarni vísindalegrar aðferðar sé sá einn að vísindin leiti þess samhengis staðreynda sem geri mönnum kleift að segja fyrir um óorðna hluti, til dæmis sólmyrkva eða sjúkdóma. En þessu fylgir að raunvísindin geti með engu móti leyst ráðgátur um innsta eðli veruleikans, upphaf alheimsins eða tilgang sköpunarverksins. Slíkar ráðgátur taldi Comte af rótum frumspeki runnar, og hann vísaði þeim frá sér með lítilli virðingu.“ (Tilraun um manninn, bls. 41)
Þeir sem þýða „vissustefna“ leggja væntanlega áherslu á þann þátt kenningarinnar sem snýr að forspárgildi vísindakenninga. Nafngiftin er samt villandi af því að pósitífisminn heldur því ekki fram að vísindin gefi óskeikula vissu um neitt, heldur að það eigi að vera keppikefli þeirra umfram allt að hafa forspárgildi. Þeir sem leggja á hinn bóginn áherslu á bjartsýnistrúna í kenningunni, þ.e. „að raunvísindin ein tryggi gervöllu mannkyni efnalegar sem andlegar framfarir“, eins og ÞG orðaði það, kjósa heldur nafnið „framstefna“ og það virðist ekki eins villandi. --Cessator (spjall) 31. ágúst 2013 kl. 07:59 (UTC)[svara]