Fara í innihald

Spjall:Djass

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hér hefu óskráður notandi strauað yfir uppgrunalegu greinaina, með efni sem virðist stolið af netinu. Hvernig eigum við að bregðast við þessu rugli? Thvj (spjall) 14. mars 2012 kl. 11:49 (UTC)[svara]

Hvaðan er þetta af netinu? --Cessator (spjall) 14. mars 2012 kl. 11:59 (UTC)[svara]
Góð spurning, efnið gæti einnig verið þýtt upp úr kennslubók. Sumir tenglanna, eru reyndar óvirkir. Thvj (spjall) 14. mars 2012 kl. 12:05 (UTC)[svara]
Þú hefur sem sagt ekkert fyrir þér í því að greinin sé hugsanlega stolin? Þá skulum við ekki styggja hugsanlega nýja notendur með dylgjum um það (a.m.k. ekki fyrr en annað kemur í ljós). Það er svo annað mál að það þarf að taka greinina í gegn og hreinsa mikið til. --Cessator (spjall) 14. mars 2012 kl. 12:07 (UTC)[svara]
Mér þykir miður að straujað hafi verið algerlega yfir upphaflegu greinina og fordæmi slík vinnubrögð! Auk þess tel ég núverandi skilgreiningu ótæka og legg til að eldri skilgreining á djassi verði notuð áfram. Auk þess þarf að gera gagngera hreinsun á greininni. Thvj (spjall) 14. mars 2012 kl. 15:47 (UTC)[svara]
"Upphaflega greinin" var um 30 orð og því ekki úr vegi að taka hana algerlega út þegar nýtt efni er sett inn. Reyndar alveg sammála þeirri breytingu sem gerð hefur verið að hafa skilgreiningu á djassi fremst (s.s. að hafa eldri skilgreininguna inn með nýja efninu). Þessi grein er, eins og margar nýjar tónlistarstefnugreinar, tilraun í Menntaskólanum við Hamrahlíð til að bæta Wikipediu á íslensku. Það er misjafnlega vel gert, eins og gengur með skólaverkefni, en við skulum nú ekki gera ráð fyrir að fólk hafi almennt stolið efninu sem það setti hér inn. Eins og á hefur verið bent hér að ofan er ekki gott að byrja á því að saka nýja notendur um stuld. Reynum frekar að hjálpast að við að laga það sem laga þarf. MHKalli (spjall) 29. apríl 2012 kl. 11:57 (UTC)[svara]
Ég skalreyna að svara:
  • Það ber ekki vott um áhuga á samvinnu að strauja yfir það sem aðrir hafi skrifað.
  • Engu máli skiptir um hvort við séum sammála um eða ekki um að hafa skilgreiningu í inngangi greinarinnar - þannig er ætlast til að greinar séu skrifaður á Wikipediu.
  • Ef áhugi er að bæta greinarnar, sem fyrir er það að sjálfsögðu vel þegið, en þá ættu nýir notendur að reyna að læra af skráðum notendum og þeim sem vanda sig við að skrifa greinar, ekki síst ef um skólaverkefni er að ræða. Í slíku felst nefnilega heilmikil menntun, sem mun nýtast nemendum síðar meir.

Thvj (spjall) 1. maí 2012 kl. 00:06 (UTC)[svara]

Í því fólst einmitt verkefnið Thvj, en skiljanlega gengur það misvel. Flestir hafa nú samt hið minnsta reynt að læra af öðrum greinum og höfundum hér. Oft eru nú þessir tveggja setninga stubbar um tónlistarstefnur samt til lítils gagns og því oft í góðu lagi að byrja algerlega upp á nýtt að mínu mati. Hér var það reyndar ekki gert, fyllt var upp í "Helstu tegundir djasstónlistar" hlutann af greininni og öðru efni bætt við. Það er s.s. ekki alls kostar rétt að straujað hafi verið yfir alla greinina.MHKalli (spjall) 1. maí 2012 kl. 11:03 (UTC)[svara]