Fara í innihald

Spjall:Actinobacteria

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geislagerlar (sbr. [1])? --Akigka 24. janúar 2010 kl. 17:38 (UTC)[svara]

Já, það er rétt ... þarna notum við orðið geislagerlar um fylkinguna alla og þetta er vissulega útgefin skýrsla og telst því opinber birting. Enda gerði ég í sjálfhverfu minni tilvísun frá Geislagerlar (fylking) . En þetta orð er ekki mikið notað, þó mér finnist það fallegt og noti það gjarnan sjálfur. Íslensk orðabók gefur ættbálk (og á þar væntanlega við Actinomycetales) og ég hygg að það sé algengari notkun. Orðið er reyndar nokkuð bein þýðing á Actinobacteria, en þessi nafngift á sér samt sögulegar rætur og í heldur þrengri merkingu. Þegar Actinomyces og skyldar tegundir voru fyrst einangraðar á 19. öld álitu menn að þetta væru sveppir, fremur en bakteríur, og notuðu því -myces viðskeytið og skeyttu Actino- framan við sem lauslegri lýsingu á vaxtarformi þeirra, en sumar tegundir þessarra baktería vaxa einmitt í greinóttum keðjum sem minna um margt á sveppaþræði. Sigurður Pétursson kallar þessar lífverur geislasveppi í bók sinni Gerlafræði frá 1956, en nú er löngu orðið ljóst að um bakteríur er að ræða og því villandi að kalla þær „sveppi“. Ég sé með gúgli að Læknablaðið notar orðið geislagerlar og og geislagerlabólga og sýnist mér fljótt á litið að þar sé átt við bakteríur af Actinomyces ættkvísl. En, ég held mér væri nær að skella bara inn stubbi um geislagerla og fara svo að sinna vinnunni --Oddur Vilhelmsson 25. janúar 2010 kl. 06:35 (UTC)[svara]