Fara í innihald

Skrúfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokkrar ólíkar skrúfur.

Skrúfa er málmhlutur með spírallaga skrúfgangi sem endar yfirleitt í oddi. Haus skrúfunnar er stærra en skrúfgangurinn. Skrúfur eru notaðar til að festa hluti. Skrúfur eru skrúfaðar í við eða plast með skrúfjárni. Skrúfan er hert eða losuð með snúningsátaki réttsælis eða rangsælis. Munurinn á skrúfu og bolta er að boltinn er festur með því að skrúfa á hann .

Skrúfuhausinn er með fræstri rifu fyrir skrúfjárn, sexkant eða skrúflykil af tiltekinni gerð. Hausinn er leguflötur sem kemur í veg fyrir að skrúfan fari dýpra en honum nemur. Festiskrúfa er hauslaus skrúfa. Leggur skrúfunnar nær frá hausnum að endanum. Skrúfgangurinn (þráðurinn) getur náð eftir öllum leggnum eða aðeins að hluta. Bilið milli gengja í skrúfganginum nefnist skurður eða gengjudeiling.

Skrúfur eru oftast festar með því að snúa þeim réttsælis. Í einstaka tilvikum eru skrúfur með rangsælis skrúfgangi ef réttsælis átak er á þeim, eins og í vinstri pedala á reiðhjóli.

Skrúfgangur er ein af grunnvélunum sex sem verkfræðingar endurreisnarinnar skilgreindu.