Fara í innihald

Rafrás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einföld rafrás, eða svokölluð RCL rás.

Rafrás er samtenging rásaeininga eða íhluta eins og rafviðnáma, spanspóla, þétta og rofa. Rafrás hefur lokaða hringrás sem rafstraumur gengur um.

Lögmál rásafræðinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Allar rafrásir lúta eðlisfræðilegum lögmálum. Nokkur þeirra eru

  1. Straumlögmál Kirchhoffs (KCL): summa strauma sem koma að hnútpunkti er jöfn summu strauma sem fara frá hnútpunkti.
  2. Spennulögmál Kirchhoffs (KVL): summa spennufalla eða -risa um lokaða lykkju í rafrás er alltaf núll.
  3. Lögmál Ohms: spenna yfir viðnám er jöfn margfeldi viðnámsins og straumsins sem rennur í gegnum það.
  4. Lögmál Nortons: hvaða rás sem inniheldur aðeins samviðnám og spennulindir og hefur tvær ytri tengingar er hægt að umbreyta í jafngilda rás sem inniheldur eingöngu straumlind tengda samhliða við samviðnám.
  5. Lögmál Thevenins: hvaða rás sem inniheldur aðeins samviðnám og spennulindir og hefur tvær ytri tengingar er hægt að umbreyta í jafngilda rás sem inniheldur eingöngu spennulind raðtengda við samviðnám.
Ítarefni um rafrásir
Forrit sem hermir rafrás