Radiolinja
Radiolinja var finnskt farsímanet stofnað 19. september 1988. Þann 27. mars 1991 var fyrsta GSM-símtalið flutt yfir net Radiolinja en það var opnað almenningi 1. júlí sama ár. Þegar Radiolinja hóf starfsemi sína var fyrsta farsímafyrirtæki Finnlands, Telecom Finland (síðar Sonera, í dag hluti af sænska fyrirtækinu TeliaSonera), búið að setja upp fyrstu kynslóðar farsímanet byggt á Norræna farsímakerfinu. Þannig var stofnun Radiolinja líka byrjun samkeppni á farsímanetssviðinu í Evrópu.
Radiolinja leiddi inn margar nýjungar í farsímatækni, meðal annars fyrstu smáskilaboðin (SMS) frá einni manneskju til annarrar, send árið 1993; heimsins fyrsti farsímaþjónustupakki, sem kom á markaðinn árið 1996; og fyrsta margmiðlunarefnið sem rukkað var fyrir í farsímum, hringitónn, sem halinn var niður árið 1998.
Í dag heiti fyrirtækið Elisa, sem er árangur nokkura sameininga við önnur fyrirtæki.