Fara í innihald

Oshakati

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsýnisturn í Oshakati.

Oshakati er bær í norðurhluta Namibíu. Bærinn er höfuðstaður Oshana-héraðs. Hann var formlega stofnaður árið 1966. Íbúar eru um 37 þúsund. Bærinn var notaður sem miðstöð aðgerða Varnarliðs Suður-Afríku í Suðurafríska landamærastríðinu og Sjálfstæðisstríði Namibíu 1966 til 1990. Oshakati er stærsti bær Ovambolands.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.