Naomi Klein
Naomi Klein árið 2014. | |
Fædd: | 8. maí 1970 Montréal, Québec, Kanada |
---|---|
Starf/staða: | Rithöfundur, blaðamaður, kvikmyndagerðarmaður, fyrirlesari |
Þjóðerni: | Kanadísk |
Þekktasta verk: | Þetta breytir öllu (2014) No Logo (1999) |
Maki/ar: | Avi Lewis |
Heimasíða: | http://www.naomiklein.org/main |
Naomi Klein (fædd 8. maí 1970) er kanadískur rithöfundur, aðgerðarsinni og kvikmyndagerðarkona sem er þekkt fyrir pólitíska greiningu sína og gagnrýni á kapítalisma, vörumerkjavæðingu og á hnattvæðingu í þágu fyrirtækja[1] Frá september 2018 hefur hún unnið á launum hjá styrktarsjóði Gloriu Steinem sem fyrirlesari í fjölmiðla-, menningar- og kvennafræði við Rutgers-háskóla.[2]
Klein varð þekkt á alþjóðavísu fyrir bókina No Logo (1999) og fyrir heimildarmyndina The Take (2004), sem hún skrifaði og eiginmaður hennar, Avi Lewis, leikstýrði. Í myndinni fjallaði Klein um verksmiðjur í Argentínu sem verkamenn höfðu tekið yfir og stýrðu sjálfir. Klein varð enn þekktari árið 2007 með útgáfu bókarinnar The Shock Doctrine, sem er gagnrýnin greining á sögu hagfræði í anda nýfrjálshyggju. Bókin var seinna gerð að sex mínútna langri stuttmynd af Alfonso og Jonás Cuarón[3] og síðar að heimildarmynd í fullri lengd af Michael Winterbottom.[4]
Árið 2014 gaf Klein út bókina Þetta breytir öllu: Kapítalisminn gegn loftslaginu, sem komst á metsölulista The New York Times og hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Hilary Westons í flokki fræðibókmennta sama ár og hún kom út.[5] Árið 2016 hlaut Klein Sydney-friðarverðlaunin fyrir aðgerðir hennar í þágu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.[6]
Klein birtist oft á alþjóðlegum og innlendum listum yfir áhrifamestu hugsuði samtímans. Árið 2014 birtist hún meðal annars á lista Gottlieb Duttweiler-stofnunarinnar yfir leiðandi hugsuði,[7] könnun tímaritsins Prospect um áhrifamestu hugsuðina[8] og lista tímaritsins Maclean's yfir áhrifamestu Kanadamennina.[9] Klein er stjórnarmeðlimur baráttuhópsins 350.org, sem berst fyrir heftingu á losun gróðurhúsalofttegunda.[10]
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Naomi Klein er fædd í Montréal í Québec og alin upp í fjölskyldu gyðinga. Foreldrar hennar lýstu sjálfum sér sem „hippum“ og fjölskylda hennar hafði lengi tekið þátt í aðgerðum í þágu friðarhyggju.[11] Foreldrar hennar höfðu flutt til Montréal frá Bandaríkjunum árið 1967 til þess að mótmæla Víetnamstríðinu.[12] Móðir hennar, heimildarmyndargerðarkonan Bonnie Sherr Klein, er þekkt fyrir kvikmyndina Not a Love Story, sem gagnrýndi klámiðnaðinn.[13] Faðir hennar, Michael Klein, er læknir og meðlimur samtakanna Physicians for Social Responsibility. Bróðir hennar, Seth Klein, er forstöðumaður bresk-kólumbískrar skrifstofu hugveitunnar Canadian Centre for Policy Alternatives.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]No Logo
[breyta | breyta frumkóða]Fences and Windows
[breyta | breyta frumkóða]Fences og Windows (2002) er safn af greinum og ræðum eftir Klein sem skrifaðar voru fyrir hönd andhnattvæðingarhreyfingarinnar. Allur ávinningur af bókinni fer til hagsmunastofnana aðgerðasinna í gegnum sérstakan styrktarsjóð.[14]
The Take
[breyta | breyta frumkóða]The Take (2004) er heimildarmynd sem Klein gerði í samstarfi við eiginmann sinn. Hún fjallar um verkamenn í verksmiðju í Argentínu sem tóku yfir lokað iðnaðarver og hófu framleiðslu á ný sem ein heild. Fyrsta sýning myndarinnar í Afríku var í Kennedy Road Shack-hverfinu í suður-afrísku borginni Durban, þar sem hústökuhreyfingin Abahlali baseMjondolo varð til.[15]
The Shock Doctrine
[breyta | breyta frumkóða]Þriðja bók Klein, The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism, var gefin út þann 4. september árið 2007. Í bókinni færir Klein rök fyrir því að frjálsa markaðsstefnan sem Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman og Chicago-hagfræðingarnir stungu upp á hafi komist til valda í löndum eins og Síle á stjórnarárum Pinochets, Póllandi og í Rússlandi á stjórnarárum Jeltsíns. Bókin heldur því einnig fram að ýmis stefnumótunarverkefni (til dæmis einkavæðing í efnahagskerfi Íraks á stjórnartíð hernámsliðsins í kjölfar Íraksstríðsins) hafi verið þröngvað upp á ríki á meðan íbúar þeirra voru í losti vegna náttúruhamfara, samfélagsóeirða eða innrása. The Shock Doctrine varð metsölubók á heimsvísu, komst á metsölulista á The New York Times.[16] og var þýdd á 28 tungumál.
Listi yfir verk
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]- The Corporation (2003) (viðtal)
- The Take (2004) (rithöfundur)
- The Shock Doctrine (2009) (rithöfundur)
- Catastroika (2012) (framkoma)
- This Changes Everything (2015)
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber vefsíða
- Naomi Klein hjá TED
- Framkomur á C-SPAN
- Naomi Klein í Charlie Rose (og fleirum)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Chris Nineham (október 2007). „The Shock Doctrine“ (enska). Socialist Review. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Naomi Klein Named Rutgers' Inaugural Gloria Steinem Chair“ (enska). Rutgers Today. 12. september 2018. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „The Shock Doctrine: A film by Alfonso Cuaron and Naomi Klein“ (enska). The Guardian. 7. september 2007. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Sam Jones (28. ágúst 2009). „Naomi Klein disowns Winterbottom adaptation of Shock Doctrine“ (enska). The Guardian. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „2014 Prize Winner“ (enska). Hilary Weston Writers' Trust Prize for Nonfiction. 2014. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Naomo Klein wins Sydney Peace Prize“ (enska). SBS News. 14. maí 2016. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Thought Leaders 2014: the most influential thinkers“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „World thinkers 2014: The results“ (enska). Prospect. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „The Maclean's 2014 Power List, Part 2“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Board of Directors“ (enska). 350.org. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Klein, Naomi. No Logo (2000: Vintage Canada), bls. 143-4.
- ↑ „Naomi Klein - The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism“ (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Biography of Bonnie Sherr Klein (*1941): Filmmaker, Author, Disability Rights Activist“ (enska). Library and Archives Canada. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2010. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „Login to eResources, The University of Sydney Library“ (PDF) (enska). Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Kim Phillips-Fein (10. maí 2005). „Seattle to Baghdad“ (enska). n+1. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2008. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ „NAOMI KLEIN“ (enska). Nation. Sótt 26. febrúar 2019.