Nýhil
Útlit
Nýhil var íslensk jaðarbókaútgáfa og félag ungra ljóðskálda, stofnað árið 2004,[1] sem vakti athygli með nýstárlegum ljóðaupplestrum. Fagurfræði hópsins markaðist ýmist af samfélagslegri gagnrýni eða framúrstefnutilraunum í ljóðlist.
Alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils fór fram í sjötta sinn Norræna húsinu haustið 2010.[2] Þá rak forlagið um tíma ljóðabókabúð í Kjörgarði við Laugaveg.[3]
Norrænar bókmenntir
[breyta | breyta frumkóða]Nýhil gerði árið 2006 samning við Landsbankann þess efnis að bankinn keypti 130 áskriftir á níu bóka röðinni Norrænar bókmenntir sem forlagið var með í vinnslu. Ætlunin var að dreifa bókunum til bókasafna um allt land.[4] Eftirfarandi titlar voru í bókaröðinni:
Höfundur | Bók | Ár |
---|---|---|
Eiríkur Örn Norðdahl | Blandarabrandarar (die Mixerwitze) | 2005 |
Haukur Már Helgason | Rispa jeppa | 2005 |
Kristín Eiríksdóttir | Húðlit auðnin | 2006 |
Ófeigur Sigurðsson | Roði | 2006 |
Óttar M. Norðfjörð | Gleði & glötun | 2005 |
Steinar Bragi | Litli kall strikes again | 2006 |
Valur Brynjar Antonsson | Eðalog: drög að vísindaljóðlist 21. aldar | 2006 |
Þórdís Björnsdóttir | Og svo kom nóttin | 2006 |
Örvar Þóreyjarson Smárason | Gamall þrjótur, nýir tímar | 2005 |
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://www.rochester.edu/College/translation/threepercent/index.php?id=3659
- ↑ „Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils“. Sótt 15. júlí 2013.
- ↑ „Nýhil opnar ljóðabókabúð“, Morgunblaðið, 20. maí 2006, skoðað þann 15. júlí 2013.
- ↑ „Bókhneigður banki“, Morgunblaðið, 3. mars 2006, skoðað þann 15. júlí 2013.
Þessi dægurmenningagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.