Fara í innihald

Max Verstappen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Max Verstappen
Max Verstappen árið 2017
Fæddur
Max Emilian Verstappen

30. september 1997 (1997-09-30) (27 ára) Hasselt, Belgíu
Þjóðerni Hollenskur
Störf Formúlu 1 ökumaður
ForeldrarJos Verstappen (faðir)
Sophie Kumpen (móðir)

Max Emilian Verstappen (fæddur 30. september 1997) er hollenskur akstursíþróttamaður fyrir Red Bull Racing og ríkjandi og þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 á árunum 2021, 2022 og 2023.

Hann er sonur Jos Verstappen, fyrrverandi ökumanns í Formúlu 1, og Sophie Kumpen.

Yngri ferillinn

[breyta | breyta frumkóða]

Formúla 3 (2014)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2014 fór Max Verstappen að keppa í Formúlu 3 eftir að hafa keppt í mörgum go-kart seríum á yngri árum eins og KF3 og KF2. Í Formúlu 3 árið 2014 lenti Max í 3. sæti í heimsmeistaramótinu með 411 stig með liði sínu Van Amersfoort Racing. [1]

Scuderia Toro Rosso (2014–2016)

[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2015

[breyta | breyta frumkóða]

Í ágúst árið 2014 gekk Max Verstappen til liðs við Red Bull Formúlu akademíuna. Sama ár tók Max 3 æfingar með Toro Rosso. Árið 2015 var síðan fyrsta tímabilið sem Max keppti í Formúlu 1. Liðsfélagi hans hjá Toro Rosso var Carlos Sainz Jr. Fyrsta keppni Max var í Ástralska kappakstrinum sem gerði hann þá að yngsta keppanda í sögu Formúlu 1, þá aðeins 17 ára og 166 daga gamall. Max endaði keppnistímabilið í 12. sæti með 49 stig og þar með 31 stigi á undan liðsfélaga sínum Carlos Sainz Jr. sem endaði í 15. sæti. Besti árangur Max það árið var 4. sæti í bæði í Ungverska og Bandaríska(Texas) kappakstrinum. [2]

Tímabilið 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Max Verstappen hóf tímabilið 2016 með Toro Rosso og keppti með þeim 4 keppnir áður en hann fékk kallið frá Red Bull þann 5. Maí. Besti árangur Max í þessum 4 keppnum var í Bahrain þar sem hann endaði í 6 sæti.

Red Bull Racing (2016–áfram)

[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Red Bull skipti út Daniil Kvyat frá sæti sínu í Red Bull fékk Max Verstappen kallið fyrir spænska kappaksturinn. Max gerði sér lítið fyrir og vann þann kappakstur og þar með yngsti keppandi sögunnar til þess að vinna kappakstur í Formúlu 1 þá 18 ára og 228 daga gamall. Daniel Ricciardo var í hinu Red Bull sætinu sem gerði hann að næsta liðsfélaga Max Verstappen. Max endaði tímabilið í 5. sæti með 204 stig þá 52 stigum á eftir liðsfélaga sínum Daniel Ricciardo sem endaði 3. sæti í heimsmeistaramótinu. Max vann bara 1 sigur það tímabil en endaði 7 sinnum á verðlaunapalli. [3]

Tímabilið 2017

[breyta | breyta frumkóða]

Max endaði í 6. sæti í heimsmeistaramótinu árið 2017 með 168 stig, 32 stigum á eftir liðsfélaga sínum Daniel Ricciardo. Max vann 2 sigra það tímabilið í Malasíu og Mexíkó. [4]

Tímabilið 2018

[breyta | breyta frumkóða]

Max endaði í 4. sæti í heimsmeistaramótinu árið 2018 með 249 stig. Vann 2 sigra það árið í Austurríki og Mexíkó.

Tímabilið 2019

[breyta | breyta frumkóða]

Max endaði í 3. sæti í heimsmeistaramótinu árið 2019 með 278 stig. Vann 3 sigra það árið í Austurríska, Þýska og Brasilíska kappakstrinum.

Tímabilið 2020

[breyta | breyta frumkóða]

Max endaði í 3. sæti í heimsmeistaramótinu með 214 stig. Tímabilið einkenndist mikið af Covid-19 faraldrinum. Aðeins voru eknar 17 keppnir það árið í 12 löndum. Max sigraði 2 keppnir það árið í Bretlandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (Abu Dhabi).

Tímabilið 2021

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti heimsmeistaratitill Max Verstappen kom árið 2021. Hann vann titillinn með 395,5 stigum eftir æsispennandi kapphlaup við Lewis Hamilton sem endaði tímabilið með 387,5 stig. Báðir voru þeir með 369.5 stig fyrir loka kappaksturinn í Abu Dhabi sem síðan Max vann.

Tímabilið 2022

[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2022 var nokkuð þægilegra fyrir Max Verstappen þar sem hann hampaði síðan sínum öðrum heimsmeistaratitill í Formúlu 1 með 454 stig og þá 146 stigum á undan Charles Leclerc á Ferrari. Max vann 15 sigra á því tímabili.

Tímabilið 2023

[breyta | breyta frumkóða]

Tímabilið 2023 vann Max Verstappen sinn þriðja heimsmeistaratitill og það með yfirburðum með 575 stig, 290 stigum á undan næsta manni Sergio Pérez liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Max vann 19 keppnir af 21 keppni það tímabilið sem er met í Formúlu 1.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bragi Þórðarson og Kristján Einar Kristjánsson (október 2023). „#Upphafið á ferlinum-Max Verstappen“. Podcaststöðin, hlaðvarpið Pitturinn. Sótt 24. júlí 2024.
  2. Oracle Red Bull Racing. „Max Verstappen“. Oracle Red Bull Racing. Sótt 23. júlí 2024.
  3. Payne, Laura (20. júlí 2024). „Max Verstappen“. Britannica. Sótt 23. júlí 2024.
  4. Wikipedia. „2017 Formula One World Championship“. Wikipedia. Sótt 23. júlí 2024.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]