Mac mini
Útlit
Mac mini er minnsta einkatölva Apple. Hún er hönnuð til að laða að sér eigendur Windows tölva, iPoda, eldri Macintosh gerða og alla sem hafa áhuga á ódýrri og auðveldri einkatölvu. Hún var kynnt á Macworld 11. janúar 2005. Tvær gerðir voru gefnar út í Bandaríkjunum 22. janúar 2005 (29. janúar á heimsvísu). Smávægilegar uppfærslur voru gefnar út 26. júlí 2005, nýjar útgáfur með Intel Core örgjörva voru gefnar út 28. febrúar 2006 og endurbætt útgáfa var kynnt 6. september 2006.