Fara í innihald

Loimaa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loimaa (sænska: Loimijoki) er sveitarfélag í Finnlandi.

Loimaa er staðsett í Vestur-Finnlandi og er íbúafjöldi þess 15.420 manns (31. desember 2023).

Helstu nágrannasveitarfélög þess eru Huittinen, Humppila, Koski Tl, Marttila, Oripää, Punkalaidun, Pöytyä, Somero, Säkylä og Ypäjä.

Nafnið Loimaa kemur frá ánni Loimijoki sem rennur í gegnum bæinn. Fyrsta skriflega heimildin um Loimaa eru frá árinu 1439. Mýtólógíska veran Prättäkitti, sem sögum ber ekki saman um hvort hafa verið seiðkarl, töframaður eða norn, er tengd staðnum sterkum böndum. Á hverju ári er Prättäkitti-dagurinn haldinn hátíðlegur í Loimaa. Skipulagning hátíðahaldanna er í höndum staðarblaðsins Loimaan Lehti og félags kvenna í atvinnurekstri í Loimaa. Á Prättäkitti-deginum er einn atvinnurekandi á staðnum valinn til að klæða sig upp sem norn og haldnar eru veglegar útsölur.

Íþróttir og menning

[breyta | breyta frumkóða]

Loimaa er heimabær körfuboltaliðsins Bisons Loimaa sem eitt sigursælasta körfuknattsleikslið Finnlands.

Staðarblað bæjarins heitir Loimaan Lehti og var stofnað 1915. Listamaðurinn Alpo Jaakola, einnig þekktur sem Shamaninn af Loimaa, var einn af bæjarins þekktustu sonum. Hann var einn helsti merkisberi súrrealisma í finnskri listasögu og vakti athygli fyrir húmor og kímnigáfu í verkum sínum.