Fara í innihald

Lýsutarga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lýsutarga
Lýsutarga á sandsteini í Utah-fylki.
Lýsutarga á sandsteini í Utah-fylki.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Törguætt (Lecanoraceae)
Ættkvísl: Törgur (Lecanora)
Tegund:
Lýsutarga (L. argopholis)

Tvínefni
Lecanora argopholis

Lýsutarga (fræðiheiti: Lecanora argopholis) er tegund fléttna af törguætt.[1]

Þal lýsutörgu er hvítt eða grátt, nokkuð þykkt og reitaskipt. Stundum mynda þalreitirnir þykkar flögur sem losna frá yfirborðinu. Á þalinu eru askhirslur sem eru rauðbrúnar eða svartbrúnar, með gulhvíta gljáandi þalrönd.[1]

Askgróin eru glær, einhólfa, sporbaugótt og 9-13 x 5-7,5 míkron að stærð.[1]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Lýsutarga vex á klettum, gjarnan á sjávarklettum. Hún finnst á Íslandi en er fremur sjaldgæf þar sem hún finnst aðeins á nokkrum stöðum á miðju Norðurlandi.[1]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Lýsutarga inniheldur fléttuefnin atranórin, epanórin, gangaleoidin og zeórín.[1] Þalsvörun lýsutörgu er K gul, C neikvæð eða C gul, KC neikvæð og P neikvæð.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.