Jean Picard
Útlit
Jean Picard (21. júlí 1620 – 12. júlí 1682) var franskur stjörnufræðingur og prestur frá La Flèche við ána Loir þar sem hann lærði í jesúítaskólanum Collège Royal Henry-Le-Grand. Hann er frægur fyrir að hafa verið sá fyrsti sem reiknaði út ummál jarðar með einhverri nákvæmni út frá landmælingum sem framkvæmdar voru árin 1669-1670. Picard fékk það út að jörðin væri 6328,9 km að ummáli en nútímamælingar gefa upp 6357 km þannig að skekkjan var aðeins 0,44%.
Picard var sá fyrsti sem festi stjörnukíki við kvaðrant og fyrstur til að nota míkróskrúfu sem stillitæki. Hann átti í talsverðum samskiptum við marga helstu stjörnufræðinga síns tíma, s.s. Isaac Newton, Christiaan Huygens, Ole Rømer, Thomas Bartholin, Johannes Hudde og Giovanni Cassini.