Jafngildisvensl
Jafngildisvensl er hugtak í stærðfræði sem óformlega mætti segja að lýsi venslum sem mynda skiptingu á mengi svoleiðis að hvert stak er einungis í einu þeirra hlutmengja sem mynda skiptinguna og sammengi þessara hlutmengja er upprunalega mengið. Tvö stök úr menginu eru sögð jafngild ef og aðeins ef þau tilheyra sama menginu.
Um rithátt
[breyta | breyta frumkóða]Ýmsar leiðir eru til þess að tákna að tvö stök a og b séu jafngild með tilliti til einhverra vensla R. Þær algengustu eru a ~ b og a ≡ b þegar augljóst er um hvaða vensl er að ræða og svo ýmsar svipaðar útfærslur eins og a ~R b, a ≡R b, eða aRb.
Skilgreining
[breyta | breyta frumkóða]Tvístæð vensl ~ á mengi A eru sögð vera jafngildisvensl þá og því aðeins að þau séu sjálfhverf, samhverf og gegnvirk. Með öðrum orðum, fyrir öll a, b og c úr A gildir:
- a ~ a (sjálfhverfni).
- Ef a ~ b þá b ~ a (samhverfni).
- Ef a ~ b og b ~ c þá a ~ c (gegnvirkni).
Jafngildisflokkur a með tilliti til venslanna ~ er skilgreindur sem .
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Bogomolny, A., "Equivalence Relationship" cut-the-knot.
- Um jafngildisvensl Geymt 28 janúar 2011 í Wayback Machine á PlanetMath