Fara í innihald

J. K. Simmons

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
J.K. Simmons
J.K. Simmons á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni árið 2009
J.K. Simmons á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni árið 2009
Upplýsingar
FæddurJonathan Kimble Simmons
9. janúar 1955 (1955-01-09) (69 ára)
Ár virkur1986 -
Helstu hlutverk
Fletcher í Whiplash
Will Pope í The Closer
Vern Schillinger í Oz
Dr. Emil Skoda í Law & Order seríunum
J. Jonah Jameson í Spider-Man myndunum

Jonathan KimbleJ. K.Simmons (fæddur 9. janúar 1955) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Law & Order seríunum, Oz, Spider-Man myndunum og The Closer.

Simmons er fæddur og uppalinn í Detroit, Michigan. Þegar Simmons var 10 ára fluttist fjölskyldan til Worthington, Ohio. Síðan þegar hann var 18 ára fluttist fjölskyldan til Missoula, Montana. [1]

Simmons stundaði nám bæði við Ohio State háskólann og við Montana háskólann þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í tónlist árið 1978. [2]

Hefur verið giftur Michelle Schumacher síðan 1996 og saman eiga þau tvö börn.

Simmons byrjaði ferill sinn á Broadway sem leikari og söngvari. Hefur hann leikið í leikritum og söngleikjum á borð við Guys and Dolls, Peter Pan, Das Barbecu, Birds of Paradise og A Change in their Heir.

Fyrsta sjónvarpshlutverk Simmons var árið 1986 í sjónvarpsmyndinni Popeye Doyle. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Homicide: Life on the Street, Third Watch, ER, Without a Trace, The West Wing, Robot Chicken og Parks and Recreation.

Simmons er þekktur fyrir hlutverk sitt sem réttargeðlæknirinn Dr. Emil Skoda, sem hann hefur leikið í þremur útgáfum af Law & Order og New York Undercover.

Á árunum 1997-2003 lék Simmons sadistann Vernon Schillinger í fangelsisdramanu Oz.

Frá 2005-2012 lék Simmons aðstoðarlöreglustjórann Will Pope í The Closer.

Simmons hefur ljáð J. Jonah Jameson rödd sína í þáttum á borð við Ultimate Spider-Man, Marvel´s Avengers Assemble og Hulk and the Agents of S.M.A.S.H. . Simmons ljáði ritstjóranum rödd sína í tveimur þættum af Simpsonsfjölskyldunni.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Simmons var árið 1994 í The Ref. Hefur hann síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við Extreme Measures, The Jackal, The Cider House Rules, The Gift, Hidalgo, Burn After Reading, Megamind og Contraband.

Lék J. Jonah Jameson í öllum þremur Spider-Man myndunum sem Sam Raimi leikstýrði.

Simmons er farinn að verða þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum sem eru framleiddar og leikstýrðar af vini hans Jason Reitman, þar á meðal Thank You for Smoking, Juno og Jennifer's Body.

Árið 2014 var Simmons boðið hlutverk í kvikmyndinni Whiplash sem Terence Flethcer. Þetta hlutverk átti eftir að skila honum óskarsverðlaunum sem besti leikari í aukahlutverki, ásamt Golden Globe verðlaunum.

Auglýsingar

[breyta | breyta frumkóða]

Simmons hefur talað inn á fyrir gula M&M's í auglýsingum og einnig fyrir Norelco rakvélarnar.

Tölvuleikir

[breyta | breyta frumkóða]

Simmons hefur talað inn á tölvuleiki á borð við Portal 2, The Legend of Korra og Spider-Man.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1994 The Ref Siskel
1994 Heisei tanuki gassen pompoko Seizaemon Talaði inn á
1994 The Scout Aðstoðarþjálfari
1996 The First Wives Club Alríkisfulltrúi
1996 Extreme Measures Dr. Mingus
1997 Love Walked In Mr. Shulman
1997 Crossing Fields Náungi
1997 The Jackal FBI alríkisfulltrúinn T.I. Witherspoon
1997 Anastasia Ýmsar persónur Talaði inn á
1998 Celebrity Minjagripssali
1998 Above Freezing Hoyd
1999 Hit and Runway Ray Tilman
1999 The Cider House Rules Ray Kendall
1999 For Love of the Game Frank Perry sem JK Simmons
1999 I Lost My M in Vegas Gulur Talaði inn á
2000 Beautiful Joe ónefnt hlutverk óskráður á lista
2000 Autumn in New York Dr. Tom Grandy
2000 The Gift Fógetinn Pearl Johnson
2001 The Mexican Ted Slocum
2002 Spider-Man J. Jonah Jameson
2003 Disposal Eldri veiðimaður
2003 Off the Map George
2004 Hidalgo Buffalo Bill Cody
2004 The Ladykillers Garth Pancake
2004 Spider-Man 2 J. Jonah Jameson
2005 Thank You for Smoking BR
2005 Harsh Times Fulltrúinn Richards
2006 First Snow Vacaro
2006 Astronaut Farmer Jacobson
2007 Spider-Man 3 J. Jonah Jameson
2007 Postal Frambjóðandinn Welles
2007 Juno Mac MacGuff
2007 Rendition Lee Mayer
2008 Burn After Reading CIA yfirmaður sem JK Simmons
2009 The Vicious Kind Donald Sinclaire
2009 New in Town Stu Kopenhafer
2009 The Way of War Liðþjálfinn Mitchell
2009 Red Sands Lt. Col. Arson
2009 Jewno Faðir
2009 I Love You, Man Oswald Klaven
2009 Aliens in the Attic Skip Talaði inn á
2009 Post Grad Roy Davies sem JK Simmons
2009 Extract Brian
2009 Up in the Air Bob
2009 Jennifer´s Body Mr. Wroblewski
2010 Crazy on the Outside Ed
2010 Cats & Dogs: The Revenge of Kitty Galore Gruff K-9 Talaði inn á
2010 A Beginner´s Guide to Endings Frændinn Pal
2010 An Invisible Sign Mr. Jones
2010 Megamind Warden Talaði inn á
2010 True Grit J. Noble Daggett Talaði inn á
óskráður á lista
2011 The Music Never Stopped Henry Sawyer
2011 The Good Doctor Rannsóknarfulltrúinn Krauss
2011 Blackstone Rannsóknarfulltrúinn Burke
2011 Táningsbækur Yfirmaður Mavis
2012 Contraband Kapteinn Camp
2012 The Words Mr. Jansen
2013 jOBS Arthur Rock
2013 Whiplash Tónlistarkennari
2013 Dark Skies Edwin Pollard
2013 The Heeler Roscoe
2013 The Magic Bracelet Shaman
2013 3 Geezers! J Kimball
2013 Labor Day Mr. Jervis
2014 Whiplash Fletcher
2014 Barefoot Dr. Bertleman sem JK Simmons
2014 Break Point Jack
2014 Murder of a Cat Fógetinn Hoyle
2014 The Boxcar Children Dr. Moore Talaði inn á
2014 The Rewrite Dr. Lerner
2014 Adventure Planet Forseti Capitol State Talaði inn á
2014 Men, Women & Children Faðir Allison
2014 Ava & Lala Hershöfðingjinn Tiger Talaði inn á
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 Popeye Doyle Lögreglumaður í garði Sjónvarpsmynd
sem Jonathan Simmons
1995 New York News ónefnt hlutverk Þáttur: Welcome Back Cotter
1995 The Adventures of Pete & Pete Rakarinn Dan Þáttur: Saturday
1996 Homicide: Life on the Street Col. Alexander Rausch Þáttur: For God and Country
1996 Swift Justice Mel Turman Þáttur: Stones
1997 Spin City Kevin Travis Þáttur: Hot in the City
1997 Face Down Herb Aames Sjónvarpsmynd
1996-1998 New York Undercover Aðstoðarvarðstjórinn Treadway/Dr. Emil Skoda 2 þættir
1998 Remember WENN Kapteinn Amazon Þáttur: All´s Noisy on the Pittsburgh Front
1999 Saturday Night Live Vern Schillinger Þáttur: Jerry Seinfeld/David Bowie
óskráður á lista
2000 Third Watch Frank Hagonon Þáttur: Demolition Derby
2000-2001 Law & Order: Special Victims Unit Dr. Emil Skoda 6 þættir
2002 Homeward Bound Jim Ashton Sjónvarpsmynd
2002 Law & Order: Criminal Intent Dr. Emil Skoda Þáttur: Crazy
2002 Path to War CIA Briefer Sjónvarpsmynd
1997-2003 Oz Vern Schillinger 56 þættir
2003 John Doe Lucas Doya Þáttur: The Rising
2003 Everwood Phil Drebbles Þáttur: Burden of Truth
2004 ER Gus Loomer Þáttur: Impulse Control
2004 The D.A. Dep. Dist. Atty. Joe Carter 2 þættir
2004 Without a Trace Mark Wilson Þáttur: Two Families
2004 The Jury Ron Stalsukilis Þáttur: Last Rites
2004 Nip/Tuck Ike Connors Þáttur: Kimber Henry
2004 3: The Dale Earnhardt Story Ralph Earnhardt Sjónvarpsmynd
2005 Arrested Development Hershöfðinginn Anderson Þáttur: Switch Hitler
2005 Jack & Bobby Cyrus Miller Þáttur: Running Scared
2005 Numb3rs Dr. Clarence Weaver Þáttur: Vector
2006 The West Wing Harry Ravitch Þáttur: Duck and Cover
2004-2006 Justice League Hershöfðinginn Wade Eiling 5 þættir
Talaði inn á
2006-2007 Simpsonfjölskyldan Ritsjóri / J. Jonah Jameson 2 þættir
2007 Bury My Heart at Wounded Knee James McLaughlin Sjónvarpsmynd
2007 Queens Supreme Ernest Fingerman Þáttur: Let´s Make a Deal
2007 Kim Possible Martin Smarty 3 þættir
Talaði inn á
2008 Phineas and Ferb J.B. Þáttur: Toy of the World
Talaði inn á
2008 Ben 10: Alien Force Dómari Þáttur: Darkstar Rising
Talaði inn á
2009 The Marvelous Misadventures of Flapjack Poseidon 4 þættir
Talaði inn á
2010 Batman: Brave and Bold Evil Star/Guardian Þáttur: Revenge of the Reach!
Talaði inn á
2010 The Life & Times of Tim O´Flaherty Sr. Þáttur: Personality Disorder/Stu Is Good at Something
Talaði inn á
2009-2010 Party Down Leonard Stiltskin 2 þættir
2010 Ben 10: Ultimate Alien Magister Gilhil Þáttur: Escape for Aggregor
Talaði inn á
1994-2010 Law & Order Dr. Emil Skoda 46 þættir
2007-2011 American Dad Dómari 3 þættir
Talaði inn á
2011 Raising Hope Bruce Þáttur: The Cultish Personality
2011 Desert Car Kings Kynnir 10 þættir
2011 NTSF:SD:SUV Frank Forrest Þáttur: One Cabeza, Two Cabeza, Three Cabeza...Dead
2012 Cops Uncuffed Liðþjálfinn Bob Bukowski Sjónvarpsmynd
2012 Best Friends Forever Don Þáttur: Put a Pin in It
2012 The Avengers: Earth´s Mightiest Heroes J. Jonah Jameson Þáttur: Along Came a Spider
Talaði inn á
2005-2012 The Closer Aðstoðarlögreglustjórinn Will Pope 109 þættir
2012 The Venture Bros. Ben (Gamli Potter) Þáttur: A Very Venture Halloween
Talaði inn á
2010-2012 Generator Rex White Knight 34 þættir
Talaði inn á
2013 Parks and Recreation Borgarstjórinn Stice Þáttur: Partridge
2011-2013 Pound Puppies Lt. Rock 2 þættir
Talaði inn á
2013 Family Tools Tony 10 þættir
2013 The Legend of Korra: The Re-telling of Korra´s Journey Tenzin-Kynnir Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
óskráður á lista
2013 Lego Marvel Super Heroes: Maximum Overload J. Jonah Jameson Sjónvarpsmynd
Talaði inn á
2014 Chozen ónefnt hlutverk Þáttur: Family Weekend (or How Gary Got His Groove Back)
2012-2014 Men at Work P.J. Jordan 5 þættir
2011-2014 Robot Chicken Yfirmatreiðslumaður/Vern Schillinger/Frank 2 þættir
Talaði inn á
2014 Growing Up Fisher Mel Fisher 13 þættir
2014 BoJack Horseman Lennie Turtletaub 4 þættir
Talaði inn á
2012-2014 The Legend of Korra Tenzin 42 þættir
Talaði inn á
2013-2015 Hulk and the Agents of S.M.A.S.H. J. Jonah Jameson 7 þættir
Talaði inn á
2013-2015 Marvel´s Avegners Assemble J. Jonah Jameson 4 þættir
Talaði inn á
2015 What Lives Inside Benjamin ‘Pops´ Delaney Sjónvarpsmínisería
2012-2015 Ultimate Spider-Man J. Jonah Jameson 39 þættir
Talaði inn á

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin

  • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

African-American Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Alliance of Women Film Journalists verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Austin Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Australian Film Institute verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Awards Circuit Community verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.

BAFTA verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Behind the Voice Actors verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem besti talleikari spennu/drama-sjónvarpsseríu fyrir The Legend of Korra.
  • 2012: Tilnefndur sem besti talleikari í tölvuleik fyrir Portal 2.

Black Film Critics Circle verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Boston Society of Film Critics verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Juno.

Central Ohio Film Critics Association verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.

Chicago Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Chlotrudis verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Juno.

Critics´ Choice Movie verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Dallas-Fort Worth Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Denver Film Critics Society

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir I Love You, Man.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.

Detroit Film Critic Society verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Drama Desk verðlaunin

  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Das Barbecu.

Florida Film Critics Circle verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Georgia Film Critics Association verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Golden Globe verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Golden Schmoes verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Houston Film Critics Society verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Independent Spirit verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Indiana Film Journalists Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Indiewire Critis´ Poll verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

International Cinephile Society verðlaunin

  • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

International Online Cinema Awards verðlaunin

  • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

International Online Film Critics´ Poll verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Iowa Film Critics verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Italian Online Movie Awards verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Las Vegas Film Critics Society verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

London Critics Circle Film verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Los Angeles Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

MTV Movie verðlaunin

  • 2015: Tilnefndur sem besti vondi karlinn fyrir Whiplash.

National Society of Film Critics verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

New York Film Critics Circle verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

New York Film Critics, Online verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

North Carolina Film Critics Association verðlaunin

  • 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

North Texas Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Online Film & Television Association verðlaunin

Online Film Critics Society verðlaunin

  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Óskarsverðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Palm Springs International Film Festival verðlaunin

  • 2015: Spotlight verðlaunin fyrir Whiplash.

Phoenix Film Critics Society verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

San Diego Film Critics Society verðlaunin

  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

San Francisco Film Critics Circle verðlaunin

  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Santa Barbara International Film Festival verðlaunin

  • 2015: Virtuoso verðlaunin fyrir Whiplash.

Satellite verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.

Southeastern Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

St. Louis Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Toronto Film Critics Association verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Utah Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Vancouver Film Critics Circle verðlaunin

  • 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Village Voice Film Poll verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.

Washington DC Area Film Critics Association verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]