Fara í innihald

Jöklabréf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helstu útgefendur jöklabréfa[1]
(í milljörðum íslenskra króna)
Rabobank 78
Kreditanstalt für Wiederaufbau (KFW) 42
Evrópski fjárfestingarbankinn 33
Ameríski þróunarbankinn 22
Alþjóðabankinn R&D 15,9
Toyota 15,9
Rentenbank 7
aðrir 19,8
Alls: 233,6

Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem hafa verið gefin út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá því í ágúst 2005.[2]

Í lok árs 2010 var áætlað að erlendir fjárfestar ættu krónubréf að andvirði um 400 milljörðum króna, það er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.[3] Í lok árs 2011 var áætlað að um helmingur þessarar upphæðar, um 200 milljarðar króna, væru nú á innlánsreikningum íslensku bankanna. Vegna gjaldeyrishafta eru þessar upphæðir hins vegar fastar í íslenska bankakerfinu og er í því samhengi rætt um „jöklabréfahengju“ þar sem myndlíkingin við ís og snjó er notuð til þess að gefa til kynna að íslenska efnahagnum stafi hætta af því ef inneigninni væri skipt í aðra mynt og tekin úr landi.[4]

Tilurð krónubréfa

[breyta | breyta frumkóða]

Forsenda viðskipta sem þessa, þar sem erlendir aðilar gefa út skuldabréf í íslenskri mynt, er hár munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt gengi þess gjaldmiðils sem gefa á bréfin út í (íslenska krónan) og mikil eftirspurn í því landi á lánsfé. Á Íslandi hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti jafnt og þétt eftir að flotgengisstefnan var tekin upp 2001 og verðbólgumarkmið var ákveðið við 2,5%. Stýrisvextir á Íslandi voru 13,3% í júní 2007 en höfðu hækkað í 18% í lok október 2008. Til samanburðar voru stýrvextir Seðlabanka Evrópu 2,5% í lok árs 2008.[5]

Enginn grundvallarmunur er á skuldabréfum sem íslenskir bankar gefa út og krónubréfum, í báðum tilvikum á kaupandi bréfsins kröfu á útgefandann í íslenskum krónum. Þau erlendu fjármálafyritæki sem gefa út krónubréf taka því á sig gengisáhættu, þar eð þau hafa ekki greiðan aðgang að krónum. Til þess að komast hjá því vandamáli tekur íslenskt fjármálafyrirtæki lán hjá erlenda útgefandanum sem erlenda fjármálafyrirtækið tekur að greiða af. Íslenska fjármálafyrirtækið greiðir vexti og afborgarnir til erlenda útgefandans í íslenskum krónum. Íslenski bankinn fær íslensku krónurnar sem fást fyrir sölu krónubréfanna og erlenda fjármálafyrirtækið andvirði lánsins í erlendu gjaldmyntinni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bonds.is - ISK Eurobonds Geymt 23 desember 2008 í Wayback Machine
  • Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum (pdf) Þorvarður Tjörvi Ólafsson, í Peningamálum Seðlabanka Íslands 25. rit. Desember 2005
  • „Hvað eru jöklabréf?“. Vísindavefurinn.
  • Jöklabréfin hituðu upp hagkerfið; af vb.is Geymt 19 janúar 2009 í Wayback Machine
  • Svartipéturinn fastur á Íslandi[óvirkur tengill], grein í Fréttablaðinu 20. desember 2008, bls 50, 52 (pdf[óvirkur tengill])
  • RUV: Milljarðar bíða þess að komast burt, 14.01.2009
  • Vísir: Rætt um að krónubréf fari í mannvirkjagerð, 20.3.2009
  • RUV: Vaxtagreiðslur til eigenda jöklabréfa veikja krónuna
  • RUV: Lífeyrissjóðir eignast krónubréf, 31. maí 2010
  • VB: Helmingur jöklabréfahengjunnar kominn inn í bankana Geymt 30 nóvember 2011 í Wayback Machine, 28. nóvember 2011
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.