Fara í innihald

Isabel Martínez de Perón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Isabel Perón)
Isabel Martínez de Perón
Forseti Argentínu
Í embætti
1. júlí 1974 – 24. mars 1976
VaraforsetiEnginn
ForveriJuan Perón
EftirmaðurJorge Videla
Persónulegar upplýsingar
Fædd4. febrúar 1931 (1931-02-04) (93 ára)
La Rioja, Argentínu
ÞjóðerniArgentínsk
StjórnmálaflokkurRéttlætisflokkurinn
MakiJuan Perón (g. 1961; d. 1974)
Undirskrift

María Estela Martínez Cartas de Perón (f. 4. febrúar 1931) er fyrrverandi forseti Argentínu frá 1974 til 1976. Hún er líka þriðja eiginkona annars fyrrum forseta, Juan Perón. Eftir lát hans tók hún við völdum sem varaforseti hans. Þar sem Juan lést eftir aðeins níu mánuði í embætti hefði Isabel getað ríkt sem forseti í rúm þrjú ár, eða til 1977. Hún var fyrsta konan sem varð þjóðarleiðtogi án aðalstitils.

Dulfræðingurinn José López Rega var helsti ráðgjafi hennar sem leiddi til vaxandi óreiðu í stjórn landsins. Hann stofnaði Andkommúníska bandalagið (sp. Alianza Anticomunista Argentina eða AAA), vopnaðan hóp sem stóð að fjölda morða á pólitískum andstæðingum Perón næstu tvö ár.[1] Hryðjuverk og efnahagsörðugleikar urðu til þess að vinsældir hennar sem leiðtoga urðu fljótt að engu og að lokum var henni steypt af stóli af herforingjabyltingu undir stjórn yfirmanns herafla Argentínu, Jorge Rafael Videla, árið 1976.[2]

Eftir valdaránið var Isabel haldið í stofufangelsi í fimm ár en 1981 fór hún í útlegð til Spánar. Hún var áfram formlega leiðtogi Perónistaflokksins (Partido Justicialista) þar til hún sagði af sér formennsku 1985. Árið 2007 var hún handtekin á Spáni vegna mannshvarfa í Argentínu í valdatíð hennar.[3] Argentína krafðist framsals hennar en Spánn neitaði árið eftir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „AAA birtir dauðalista mánaðarlega“. Mánudagsblaðið. 10. mars 1975. Sótt 3. nóvember 2019.
  2. „Hún talaði fyrir lífi sínu – en of seint“. Heimilistíminn. 12. ágúst 1976. Sótt 3. nóvember 2019.
  3. Ásgeir Sverrisson (21. janúar 2007). „Verður Ísabella Peron framseld?“. Morgunblaðið. Sótt 21. nóvember 2019.


Fyrirrennari:
Juan Perón
Forseti Argentínu
(1974 – 1976)
Eftirmaður:
Jorge Videla