Fara í innihald

Hughyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hughyggja er sú heimspekilega skoðun að umheimurinn samanstandi af hugmyndum frekar en efni og er hægt að stilla henni upp sem andstæðu efnishyggjunnar.

Orðið „hughyggja“ er bæði notað sem þýðing á „idealism“ og „subjectivism“.

Hughyggjan gengur út á það að heimurinn sé huglægur. Frægasta útfærslan á hugmyndinni kemur frá George Berkeley (1685 - 1753) en hann sagði að heimurinn væri ekkert annað en skynjun og það sem er til er einungis það sem menn skynja. Kenningu Berkleys er oft lýst með orðunum: „Esse est percipi“ eða „að vera er að vera skynjaður“. Andstæða hughyggjunnar er hluthyggja.

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]