Fara í innihald

Hrægammasjóður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hrægammasjóður er vogunarsjóður, yfirleitt óskráð félag, sem sérhæfir sig í fjárfestingum í skuldum fyrirtækja eða annars konar aðila sem standa höllum fæti og stefna í gjaldþrot eða hafa þegar lýst yfir gjaldþroti. Slíkur sjóður kaupir skuldirnar með miklum afslætti af nafnvirði krafnanna og veðjar þannig á að í fyllingu tímans muni meira innheimtast af kröfunni en sem nemur kaupverði hennar.

  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.