Fara í innihald

Hatari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hatari
Hatari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2019
Upplýsingar
UppruniReykjavík, Ísland
Ár2015–í dag
Stefnur
ÚtgáfufyrirtækiSvikamylla ehf.
Meðlimir
  • Klemens Hannigan
  • Einar Stefánsson
  • Davíð Katrínarson
Fyrri meðlimir
  • Matthías Haraldsson
Vefsíðahatari.is

Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.

Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]

Einar Stefánsson sem hafði lært trommuleik kynntist Klemens Hannigan í menntaskóla í Belgíu. Þeir fóru að leika sér í upptökuveri þar. Það varð grunnurinn að því sem varð indí-hljómsveitin Kjurr sem keppti í Músíktilraunum 2013. [2] Matthías Tryggvason er frændi Klemens og hófu þeir síðar að semja raftónlist. Það varð að Hatara. Árið 2016 spilaði sveitin á tónleikahátíðum eins og Eistnaflug, LungA, Norðanpaunk og Iceland Airwaves. Stuttskífan Svikamylla kom út árið eftir og gerði sveitin myndbönd við nokkur laga á plötunni.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

[breyta | breyta frumkóða]
Söngvakeppnin 2019.

Árið 2019 vann Hatari forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi með lagið „Hatrið mun sigra“.[3] Hljómsveitin hélt út til Ísraels og vakti þar talsverða athygli. Þrír dansarar komu fram með hópnum. Hatara voru settar línur af framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar að ganga ekki of langt í pólitískum yfirlýsingum.

Hatari endaði í 10. sæti í keppninni. Þegar stigagjöf áhorfenda var gefin dró hljómsveitin upp borða með palestínska fánanum. Í kjölfarið gaf sveitin út lag og myndband með samkynhneigðum palestínumanni, Bashar Murad.[4]

Neyslutrans

[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar 2020 gaf sveitin út sína fyrstu breiðskífu, Neyslutrans og myndband fyrir smáskífuna „Engin miskunn“.[5] Sveitin hélt útgáfutónleika í Austurbæ og til stóð að halda á Evróputúrinn Europe Will Crumble með Cyber sem upphitunarhljómsveit. Það frestaðist vegna Covid.

Í júlí 2022 hefur Íris Tanja fyllt skarð fyrir Ástrós sem tók ekki þátt í nýlegum tónleikum vegna meðgöngu, en Andrean tók ekki þátt í tónleikaferðinni af persónulegum ástæðum.[6]

Í mars 2023 ákvað Mattías Haraldsson að yfirgefa hljómsveitina og einbeita sér að föðurhlutverkinu.[7] Næsta mánuð gaf Klemens Hannigan út smáskífu sína „Never Loved Someone So Much“. [8]

Síðar á árinu tók Davíð Þór Katrínarson við sem söngvari. [9]

  • Klemens Hannigan
  • Einar Stefánsson
  • Davíð Þór Katrínarson
  • Sólbjört Sigurðardóttir
  • Sigurður Andrean Sigurgeirsson
  • Ástrós Guðjónsdóttir
  • Ronja Mogensen
  • Birta Ásmundsdóttir

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mattías Haraldsson

Ferðadansarar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Íris Tanja Flygenring

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Neyslutrans (2020)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Neysluvara (2017)

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Ódýr“ (2017)
  • „X“ (2017)
  • „Spillingardans“ (2019)
  • Hatrið mun sigra“ (2019)
  • „Klefi / Samed“ (2019)
  • „Klámstrákur“ (2019)
  • „Engin miskunn“ (2020)
  • „Dansið eða deyið“ (2022)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins Rúv, skoðað 2. mars, 2019.
  2. „Blokkflautur eru versta uppfinning mannsins“ Rúv, sótt 8/10 2023
  3. Hatari vann Söngvakeppnina Vísir, skoðað 3. mars, 2019
  4. Nýt lag frá Hatara Rúv, skoðað 24. maí, 2019.
  5. Hatari heimtir alla Rúv, skoðað 21. feb, 2020.
  6. „Íris Tanja dansaði með Hatara í Evrópu“. web.archive.org. 12. ágúst 2022. Afritað af uppruna á 12. ágúst 2022. Sótt 18. apríl 2023.
  7. Matti hættur í Hatara, klæðir sig úr leðurgallanum í pabbapeysuna Geymt 4 mars 2023 í Wayback Machine Fréttablaðið, sótt 4. mars 2023
  8. Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Vísir, 23/4 2023
  9. Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara Mbl.is, sótt 12/2 2024