Fara í innihald

Hússítastríðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vagnborg hússíta.

Hússítastríðin eða Styrjaldirnar í Bæheimi voru stríð milli hússíta í Bæheimi og ýmissa evrópskra konunga sem reyndu að neyða þá til að taka upp rómversk-kaþólska trú. Ýmsar hússítahreyfingar áttu líka í átökum, einkum útrakistar. Styrjaldirnar stóðu frá 1419 til 1434.

Hússítar voru fylgjendur tékkneska prestsins Jan Hus sem gagnrýndi spillingu innan kaþólsku kirkjunnar og páfadæmisins og boðaði umbætur í anda enska guðfræðingsins John Wycliffe. Langflestir íbúar Konungsríkisins Bæheims voru hússítar. Þeir urðu öflugt hernaðarveldi og tókst að sigra fimm krossferðir sem páfi sendi gegn þeim og tóku þátt í styrjöldum nágrannaríkja. Hermenn hússíta voru einkum þekktir fyrir mikla notkun handfallbyssa og vagnborga.

Bardögum lauk árið 1434 þegar útrakistar sigruðu hina róttækari taboríta. Hússítar beygðu sig þá undir vald konungs Bæheims og kaþólsku kirkjunnar gegn því að fá að halda kirkjusiðum sínum. Bæheimur var illa farinn eftir styrjaldirnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.