Fara í innihald

Grasmúrgróungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grasmúrgróungur
Grasmúrgróungur vex á vefjum plöntu.
Grasmúrgróungur vex á vefjum plöntu.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Hólfsveppir (Dothidiomycetes)
Undirflokkur: Pleosporomycetidae
Ættbálkur: Múrgróungsbálkur (Pleosporales)
Ætt: Múrgróungsætt (Pleosporaceae)
Ættkvísl: Múrgróungur (Pleospora)
Tegund:
Grasmúrgróungur (P. herbarum)

Tvínefni
Pleospora herbarum
(Pers.: Fr.) Rabenh.

Grasmúrgróungur (fræðiheiti: Pleospora herbarum) er tegund asksvepps sem vex á dauðum plöntum.[1] Grasmúrgróungur finnst á Íslandi og er mjög algengur um allt land.[2]

Hýsiltegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi hefur grasmúrgróungur fundist á dauðum vefjum um 30 tegunda blómplantna.[1] Þessar plöntur eru blóðberg, brjóstagras, fjallabláklukka, fjallanóra, geldingarhnappur, gullmura, héluvorblóm, holtasóley, holurt, hundasúra, hvítmaðra, ilmreyr, líklega jakobsfífill (skráð sem Erigeron alpinus), jöklaklukka, língresi, melablóm, melanóra, melgresi, músareyra, sýkigras, undafífill, vegarfi, vetrarblóm, villilín, þistill, þrenningarfjóla og þúfusteinbrjótur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.