General Motors
General Motors Company (skammstafað GM) er bandarískt fjölþjóðlegt bílaframleiðslufyrirtæki með höfuðstöðvar í Detroit, Michigan, Bandaríkjunum.[1] Fyrirtækið er stærsti bílaframleiðandi í Bandaríkjunum og einn sá stærsti í heiminum.[2] Það var stærsti bílaframleiðandi heims í 77 ár samfleytt, frá 1931 þegar það tók fram úr Ford Motor Company, til 2008, þegar Toyota tók fram úr því.[3][4]
General Motors er í 22. sæti á Fortune 500-listanum yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna miðað við heildartekjur.[5]
Fyrirtækið er með verksmiðjur í 8 löndum.[6] Fjögur helstu bílamerki fyrirtækisins eru Chevrolet, Buick, GMC og Cadillac. Það á líka hlut í kínversku vörumerkjunum Wuling Motors og Baojun sem og DMAX í gegnum samrekstur. BrightDrop er kerfi fyrir létta vöruflutninga í eigu GM.[7] GM Defense framleiðir herbíla fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið.[8] OnStar er öryggis-, og upplýsingaþjónusta fyrir ökutæki. ACDelco er bílavarahlutadeild fyrirtækisins. Fyrirtækið veitir bílafjármögnun í gegnum GM Financial. General Motors er að þróa sjálfkeyrandi bíla í gegnum meirihlutaeign í Cruise LLC.
GM hyggst hætta framleiðslu og sölu ökutækja með brunahreyflum, þar á meðal tvinnbílum og tengiltvinnbílum, fyrir árið 2035 og áætlar að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.[9] GM býður upp á fleiri sveigjanlega bíla, sem geta annað hvort gengið fyrir E85-etanóleldsneyti eða bensíni, eða blöndu af hvoru tveggja, en nokkur annar bílaframleiðandi.[10]
Fyrirtækið rekur uppruna sinn til eignarhaldsfélags fyrir Buick sem var stofnað 16. september 1908 af William C. Durant, stærsta söluaðila hestvagna á þeim tíma.[11] Núverandi rekstur var myndaður eftir gjaldþrot fyrirtækisins árið 2009.[12]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „General Motors | History, Deals, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 2. maí 2022.
- ↑ „Biggest Car Manufacturers in the USA“. www.thomasnet.com (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júlí 2022. Sótt 2. maí 2022.
- ↑ Bunkley, Nick (21. janúar 2009). „Toyota Ahead of G.M. in 2008 Sales“. The New York Times.
- ↑ „U.S. light vehicle market share by automotive manufacturers“. Statista.
- ↑ „Fortune 500: General Motors“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2020.
- ↑ „Plants & Facilities“. General Motors. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2020.
- ↑ „GM Starts BrightDrop Electric Delivery Van Production, Expands Lineup“. Motor Trend. 20. september 2021.
- ↑ Wayland, Michael (9. október 2017). „General Motors establishing new military defense division“. Automotive News. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. október 2020.
- ↑ Boudette, Neal E.; Davenport, Coral (28. janúar 2021). „G.M. Will Sell Only Zero-Emission Vehicles by 2035“. The New York Times.
- ↑ „2020 Vehicle Models Bring Good News for E15, Bad News for Flex Fuels“. CS News. 20. desember 2019.
- ↑ „William Durant creates General Motors“. HISTORY (enska). Sótt 2. maí 2022.
- ↑ Bigman, Dan. „How General Motors Was Really Saved: The Untold True Story Of The Most Important Bankruptcy In U.S. History“. Forbes (enska). Sótt 2. maí 2022.